„Þetta er ólýsanlegt“ Atli Arason skrifar 29. desember 2021 21:03 Ómar Ingi Magnússon með bikarinn stóra /MummiLú Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg í Þýskalandi og íslenskur landsliðsmaður í handbolta, var kjörinn Íþróttamaður ársins árið 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ómar var með bros langt út að eyrum þegar hann tók við bikarnum eftirsótta í Efstaleiti í kvöld. „Ég er mjög ánægður með þetta. Árið hefur verið krefjandi fyrir mig. Eins og flestir íþróttamenn þekkja þá er erfitt að spila vel og reyna að vera frábær leik eftir leik, þó það takist kannski ekki alltaf. Ég er gríðarlega stoltur af því ári sem ég náði og bara mjög ánægður að fá þetta,“ sagði Ómar Ingi í viðtali eftir verðlaunaafhendinguna. Ómar var frá keppni í alls átta mánuði eftir þungt höfuðhögg sem hann varð fyrir í úrslitaleik um danska meistaratitilinn þann 26. maí 2019. Framfarir Ómars síðan þá hafa verið eftirtektarverðar frá endurkomunni en Ómar varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í þýsku deildinni. „Þetta er ólýsanlegt. Það er bara heiður að fá að vera í topp tíu í fyrsta lagi með öllu þessu frábæra íþróttafólki en að vinna er ótrúlegt. Ég er búinn að horfa á þennan atburð síðan ég var lítill og margt af mínu uppáhalds íþróttafólki hefur unnið þetta. Ég er mjög stoltur af því að vera hér“ Framundan hjá Ómari og félögum í íslenska landsliðinu er Evrópumótið í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar 2022, Ómar er bjartsýn um góðan árangur. „Við erum með hörku lið. Ég er jákvæður og ég held það séu tækifæri til að bæta okkur frá því í fyrra. Við erum allir sammála um að við getum gert töluvert betur og það er stefnan. Við þurfum bara að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og sjá hvað gerist,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins árið 2022 að endingu. Íþróttamaður ársins Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Ómar var með bros langt út að eyrum þegar hann tók við bikarnum eftirsótta í Efstaleiti í kvöld. „Ég er mjög ánægður með þetta. Árið hefur verið krefjandi fyrir mig. Eins og flestir íþróttamenn þekkja þá er erfitt að spila vel og reyna að vera frábær leik eftir leik, þó það takist kannski ekki alltaf. Ég er gríðarlega stoltur af því ári sem ég náði og bara mjög ánægður að fá þetta,“ sagði Ómar Ingi í viðtali eftir verðlaunaafhendinguna. Ómar var frá keppni í alls átta mánuði eftir þungt höfuðhögg sem hann varð fyrir í úrslitaleik um danska meistaratitilinn þann 26. maí 2019. Framfarir Ómars síðan þá hafa verið eftirtektarverðar frá endurkomunni en Ómar varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í þýsku deildinni. „Þetta er ólýsanlegt. Það er bara heiður að fá að vera í topp tíu í fyrsta lagi með öllu þessu frábæra íþróttafólki en að vinna er ótrúlegt. Ég er búinn að horfa á þennan atburð síðan ég var lítill og margt af mínu uppáhalds íþróttafólki hefur unnið þetta. Ég er mjög stoltur af því að vera hér“ Framundan hjá Ómari og félögum í íslenska landsliðinu er Evrópumótið í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar 2022, Ómar er bjartsýn um góðan árangur. „Við erum með hörku lið. Ég er jákvæður og ég held það séu tækifæri til að bæta okkur frá því í fyrra. Við erum allir sammála um að við getum gert töluvert betur og það er stefnan. Við þurfum bara að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og sjá hvað gerist,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins árið 2022 að endingu.
Íþróttamaður ársins Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira