Ómar Ingi íþróttamaður ársins Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:27 Þrjú efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2021: Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ómar Ingi Magnússon og Kristín Þórhallsdóttir. Mummi Lú Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár.
Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira