Ómar Ingi íþróttamaður ársins Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa 29. desember 2021 20:27 Þrjú efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2021: Kolbrún Þöll Þorradóttir, Ómar Ingi Magnússon og Kristín Þórhallsdóttir. Mummi Lú Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár. Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Nýr kani til Þórs Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Við vissum að við þyrftum að þjást“ Íslenski boltinn Tvær 2001 stelpur markadrottningar íslenska landsliðsins á árinu 2021 Fótbolti Akureyringar framlengja við lykilmenn Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir varð í 2. sæti og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í 3. sæti en alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Ómar Ingi, sem er á leið á EM í næsta mánuði, er 24 ára gamall og leikur með efsta liði bestu landsdeildar Evrópu í handbolta, þeirrar þýsku. Hann varð markakóngur efstu deildar Þýskalands í vor og þá var hann jafnframt valinn í lið ársins í Þýskalandi. Ómar hefur áfram verið afar mikilvægur fyrir Magdeburg í haust og er meðal markahæstu og stoðsendingahæstu manna þýsku deildarinnar en Magdeburg trónir sem stendur á toppnum. Þá vann Ómar Evrópudeildina með Magdeburg sem einnig varð heimsmeistari félagsliða eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Topp tíu í kjörinu um Íþróttamann ársins 2021. F.v. Sveindís Jane Jónsdóttir, Kári Árnason, Kolbrún Þöll Þorradóttir, Bjarki Már Elísson, Júlían J.K. Jóhannsson, Ómar Ingi Magnússon, Kristín Þórhallsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Á myndina vantar Aron Pálmarsson og Martin Hermannsson.MummiLú Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1 Í 2. sæti í kjörinu varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem gegndi lykilhlutverki í Evrópumeistaraliði Íslands í hópfimleikum í Portúgal fyrir mánuði síðan. Kolbrún Þöll var valin í úrvalslið EM, í fjórða sinn á ferlinum. Í þetta sinn var Kolbrún valin í úrvalsliðið vegna árangurs á trampólíni en þar framkvæmdi hún eitt erfiðasta stökk mótsins. Þá varð hún einnig Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni. Sex fengu atkvæði í efsta sæti Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð í 3. sæti. Hún skaust fram á sjónarsviðið í ár og setti Evrópumet og varð Evrópumeistari í -84 kílóa flokki í klassískum kraftlyftingum. Kristín lyfti 560 kílóum samanlagt, sem er nýtt Evrópumet. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í samanlögðu. Þá vann hún brons á HM í klassískum kraftlyftingum í október. Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu í ár og raðaði hver um sig íþróttafólki á sinn lista í sæti 1-10. Fyrir 1. sæti fengust 20 stig, fyrir 2. sæti fengust 15 og fyrir 3. sæti 10. Fjórða sætið gaf 7 stig, 5. sætið 6 stig og svo koll af kolli. Ómar Ingi fékk því 445 af 580 stigum mögulegum en alls fengu sex íþróttamenn atkvæði í efsta sæti í ár.
Íþróttamaður ársins 2021 – stigin Ómar Ingi Magnússon, handbolti 445 Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikar 387 Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 194 Martin Hermannsson, körfubolti 150 Aron Pálmarsson, handbolti 143 Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 122 Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 114 Bjarki Már Elísson, handbolti 109 Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handbolti 93 Kári Árnason, fótbolti 85 Elvar Már Friðriksson, körfubolti 48 Aldís Kara Bergsdóttir, skautar 40 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir 32 Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 31 Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 26 Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikar 24 Haraldur Franklín Magnús, golf 22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf 13 Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 10 Már Gunnarsson, íþróttir fatlaðra 8 Helena Sverrisdóttir, körfubolti 7 Alfons Sampsted, fótbolti 6 Baldvin Þór Magnússon , frjálsíþróttir 6 Anton Sveinn McKee, sund 1 Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra 1
Íþróttamaður ársins Þýski handboltinn Mest lesið Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Nýr kani til Þórs Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Við vissum að við þyrftum að þjást“ Íslenski boltinn Tvær 2001 stelpur markadrottningar íslenska landsliðsins á árinu 2021 Fótbolti Akureyringar framlengja við lykilmenn Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira