„Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 16:31 Soledad Peralta og Juan Pablo Orellana Larenas foreldrar Valentinu Orellana-Peralta á blaðamannafundi í gær. AP/Ringo H.W.Chiu Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent