Mætir aftur í Ally Pally eftir maraþonvaktir með slökkviliðinu um jólin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Alan Soutar hefur slegið í gegn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í pílukasti. getty/Luke Walker Nokkrum klukkutímum eftir að hafa slegið Mensur Suljovic út á heimsmeistaramótinu í pílukasti var Alan Soutar mættur í hina vinnuna sína, hjá slökkviliðinu. Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sjá meira
Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sjá meira