Mætir aftur í Ally Pally eftir maraþonvaktir með slökkviliðinu um jólin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Alan Soutar hefur slegið í gegn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í pílukasti. getty/Luke Walker Nokkrum klukkutímum eftir að hafa slegið Mensur Suljovic út á heimsmeistaramótinu í pílukasti var Alan Soutar mættur í hina vinnuna sína, hjá slökkviliðinu. Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira
Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira