Í mál við TikTok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 16:11 Getty/Drew Angerer Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum. Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Candie Frazier og aðrir umræðurrýnar TikTok hafa unnið við það í allt að tólf tíma á dag að fara yfir myndbönd á samfélagsmiðlinum og fjarlægja þau ef þau reynast of gróf. Í lögsókn Frazier segir að hún hafi meðal annars þurft að horfa á myndbönd af fjöldamorðum í Mjanmar, skotárásum, barnaníði og dýraníði. Í lögsókn hennar, sem beinist gegn TikTok og ByteDance, móðurfyrirtækis samfélagsmiðilsins, segir að Frazier hafi hlotið mikinn skaða af þessum störfum og þá meðal annars áfallastreituröskun. Hún segist einnig þjást af þunglyndi og kvíða. Þar að auki segist hún eiga erfitt með svefn vegna martraða. Hún vann hjá TikTok sem verktaki á vegum fyrirtækisins Telus International en segir TikTok hafa ráðið öllu um starf hennar. Samkvæmt frétt Washinton Post vonast Frazier til þess að aðrir umræðurýnar TikTok gangi til liðs við sig. TikTok hefur fleiri en einn milljarð notenda á heimsvísu og varð í ár vinsælastavefsíða heims. Sjá einnig: TikTok vinsælasta vefsíða ársins Sambærilegum lögsóknum hefur verið beitt gegn öðrum samfélagsmiðlum. Meta, áður Facebook, greiddi til að mynda 52 milljónir dala til þúsunda umræðurýna í fyrra vegna lögsóknar sem sneri að því að þau hefðu ekki verið varin gegn efni sem þau neyddust til að horfa á. Frazier segir í lögsókn sinni að hún og aðrir umræðurýnar hafi þurft að horfa á þrjú til tíu myndbönd samtímis og ný myndbönd hafi birst þeim á um 25 sekúndna fresti. Þeim hafi eingöngu verið leyft að taka klukkutíma í hádegismat og tvær fimmtán mínútna pásur þar að auki á tólf tíma vöktum. Business Insider segir að yfirmenn umræðurýna fylgist með þeim í gegnum upptökur og passi að þau taki sér ekki frekari pásur en þeim sé leyfilegt. Dæmi séu um að fólk hafi verið meinuð laun vegna slíkra pása.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Stafrænt ofbeldi TikTok Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira