Hrekkjalómur hrærður yfir Verbúð Ísak Hinriksson skrifar 28. desember 2021 10:30 Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum.
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun