Eigandi Dimmu er í áfalli: Lausir hundar drápu kött á hrottalegan hátt Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 20:52 Hundarnir urðu Dimmu að bana á Þorláksmessu. Aðsend/Facebook Agnes Gróa Jónsdóttir, eigandi kattar sem tveir hundar drápu með hrottalegum hætti á Þorláksmessu, segir köttinn Dimmu hafa verið sér allt og að hún ætli að kæra málið til lögreglu. Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira