Laufey á von á barni með Bergþóri Ólasyni þingmanni Miðflokksins. Við sögðum frá sambandi þeirra í mars á þessu ári, en í október tilkynnti Laufey á samfélagsmiðlum að þau ættu von á barni saman.
Laufey er nú að selja íbúðina sína sem er þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi. Eignin er 102 fermetrar að stærð og fasteignamatið er 45.450.000. Uppsett verð er 69,9 milljónir en frekari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af íbúð Laufeyjar.