Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en um er að ræða skoðanakönnun Prósents.
Sjálftæðisflokkurinn mælist með sama fylgi og hann fékk í kosningunum 2018 en hefur bætt sig umtalsvert frá því fyrir ári, þegar hann mældist með rúm 23 prósent.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tíðindin jákvæð.
„Ég hef oft séð að fylgi flokka í meirihlutasamstarfi sígur á síðari hluta kjörtímabilsins, áður en kosningabaráttan hefst. Það er ekki á vísan að róa með neitt í pólitík og mér sýnist geta stefnt í spennandi kosningavetur.“
Dagur segist munu greina frá því eftir hátíðirnar hvort hann gefur kost á sér áfram.