Finnur ekki eiginkonuna og krefst skilnaðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. desember 2021 18:42 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar á næsta ári. Vísir/Vilhelm Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti. Hjónin kynntust árið 2005 og gengu fljótlega í hjónaband. Eiginkonan er frá Brasilíu og þó hún hafi íslenska kennitölu hefur hún aldrei verið með skráða búsetu hér á landi. Hjónin fluttu saman til Brasilíu skömmu eftir giftinguna þar sem þau hugðust koma sér fyrir. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn hóf fljótlega störf sem sjómaður og var hann á sjó í um tvo mánuði samfleytt skömmu eftir komuna til Brasilíu. Þegar hann loks kom í land var eiginkonan á bak og burt. Maðurinn hefur aldrei séð hana síðan. Hjónin höfðu ekki eignast börn eða komið sér upp heimili og eiginmaðurinn hefur ekki hugmynd um hvar konan gæti verið niðurkomin. Hann hefur meðal annars leitað á náðir brasilíska sendiráðsins í Ósló en sendiráðið hefur engin svör gefið. Í stefnunni segir að nafn eiginkonunnar sé algengt og manninum hafi ekki tekist að fá neinar upplýsingar eða vísbendingar um mögulega búsetu konunnar. Maðurinn er því tilneyddur að birta stefnuna opinberlega í Lögbirtingablaðinu en Héraðsdómur Reykjavíkur tekur málið fyrir á nýju ári. Dómsmál Reykjavík Brasilía Fjölskyldumál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Hjónin kynntust árið 2005 og gengu fljótlega í hjónaband. Eiginkonan er frá Brasilíu og þó hún hafi íslenska kennitölu hefur hún aldrei verið með skráða búsetu hér á landi. Hjónin fluttu saman til Brasilíu skömmu eftir giftinguna þar sem þau hugðust koma sér fyrir. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn hóf fljótlega störf sem sjómaður og var hann á sjó í um tvo mánuði samfleytt skömmu eftir komuna til Brasilíu. Þegar hann loks kom í land var eiginkonan á bak og burt. Maðurinn hefur aldrei séð hana síðan. Hjónin höfðu ekki eignast börn eða komið sér upp heimili og eiginmaðurinn hefur ekki hugmynd um hvar konan gæti verið niðurkomin. Hann hefur meðal annars leitað á náðir brasilíska sendiráðsins í Ósló en sendiráðið hefur engin svör gefið. Í stefnunni segir að nafn eiginkonunnar sé algengt og manninum hafi ekki tekist að fá neinar upplýsingar eða vísbendingar um mögulega búsetu konunnar. Maðurinn er því tilneyddur að birta stefnuna opinberlega í Lögbirtingablaðinu en Héraðsdómur Reykjavíkur tekur málið fyrir á nýju ári.
Dómsmál Reykjavík Brasilía Fjölskyldumál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira