Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 13:24 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að málinu verði áfrýjað á öllum dómsstigum. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“ Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03