Tryggingastofnun hafði betur gegn Gráa hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 13:24 Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að málinu verði áfrýjað á öllum dómsstigum. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“ Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Þrjú félög Gráa hersins höfðuðu mál gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðnum. Málið var byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Landssamband eldri borgara telur skerðinguna nema allt að 73 prósentum. Héraðsdómur féllst á það sjónarmið eldri borgara að ellilífeyrir, sem þeir eigi rétt á samkvæmt lögum um almannatryggingar, njóti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Gráa hersins, segir það áfangasigur þrátt fyrir að niðurstaða dómsins hafi verið sýkna. „Rökstuðningurinn er að reglur sem settar voru af löggjafanum rúmist innan verndarinnar sem eignin nýtur. Þá hafi heldur ekki verið gengið lengra í skerðingunum en nauðsynlegt er og þar með ekki brotið gegn jafnræðisreglunni. En það er stór sigur fyrir eldri borgara að dómurinn hafi fallist á að lífeyrinn nyti verndar eignaákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Flóki. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaðan séu vonbrigði. „Þetta eru auðvitað vonbrigði en það kemur út úr þessu líka að lífeyrisréttindin eru tryggð með eignarétti þannig að það er ekki bara hægt að segja að þetta séu einhverjar bætur sem verið sé að fleygja í fólk. Það er breyting í þessu, veruleg. En það er enn deilt um það hvernig þetta er greitt út miðað við samninga til áratuga sem menn töldu sig vera að gera,“ segir Helgi. „Það á enn eftir að taka á því. Við munum auðvitað áfrýja á öllum stigum. Það er svo auðvitað hugsun sem læðist að manni að þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir ríkið og þá horfir maður á íslenska dómstóla í kring um það.“
Dómsmál Tryggingar Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 29. október 2021 20:03