Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. desember 2021 10:25 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. vísir/egill Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. „Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Sjá meira
„Það var auðvitað óþægilegt að vera að fá svona jarðskjálftahrinu aftur núna eftir að þetta hafði legið niðri legni vel. Þannig að menn vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt þar sem var farið að skjálfa og fannst greinilega fyrir þessum skjálftum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri. Og skjálftarnir halda áfram og hafa farið stækkandi með deginum. Sá stærsti í hrinunni mældist 4,9 nú rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Rétt fyrir hann varð annar stór skjálfti sem mældist 4,1. Óvissustig á svæðinu Þessir skjálftar finnast mjög vel í Grindavík sem er sá bær sem liggur næst upptökum skjálftanna. Þeir eru á svipuðu svæði og skjálftahrinurnar sem urður í byrjun árs fyrir gos. Almannavarnir hafa nú lýst yfir óvissustigi á svæðinu. Skjálftarnir hafa þó ekki verið af þeirri stærð að hlutir fari að falla úr hillum í Grindavík. „Nei, ekki höfum við orðið vör við það hérna. Ég er hérna á bæjarskrifstofunni og það er ekkert sem að hreyfist úr stað hérna hjá okkur og ég hef ekki heyrt að það hafi gerst í bænum. Þetta var náttúrulega áberandi skjálfti þannig við finnum fyrir honum en það hafa ekki hreyfst til munir eða fallið úr hillum svo ég viti til,“ segir Fannar. Halda sinni rútínu Bæjarbúar reyna að láta þetta ekki hafa áhrif á sig rétt fyrir jól en Fannar neitar því ekki að það sé auðvitað leiðinlegt að fá þessa hrinu núna, rétt eftir að fréttir af goslokum fóru að berast. „Jú, jú það er ekki því að neita, þetta er óþægilegt. Og vekur upp minningar um skjálftahrinuna sem var í janúar og febrúar og aðdraganda gossins þá. En við kunnum ekkert að lesa í þetta og reynum bara að fylgjast með því sem vísindamenn eru að greina í þessari stöðu,“ segir hann. „Við höldum bara okkar rútínu held ég. Og fólk reynir að taka þessu bara með ró. En svona, þetta hefði mátt missa sín.“ Nú bíði allir rólegir og taki því sem koma skal. Viðbragðsaðilar eru þá tilbúnir á svæðinu ef gos hefst eða stærri skjálftar verða. Er þetta að verða nýja normið hjá ykkur í Grindavík? „Vonandi ekki. En við vitum svo sem ekkert um þetta og tökum því sem höndum ber. En þetta er óneitanlega óþægilegt að þetta skuli vera að vakna aftur upp frá værum svefni en svo vitum við ekkert nema þetta sé bara að fjara út núna og sé bara tímabundið. Það verður bara að koma í ljós.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Náttúruhamfarir Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08 Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Sjá meira
Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir. 22. desember 2021 10:08
Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21. desember 2021 22:33