Rannsókn á slysinu stendur nú yfir og vinnur lögregla nú að því að ná tali af öllum þeim sem urðu vitni að slysinu og aðilum að málinu. Rannveig Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að nokkrir hafi orðið vitni að því.
Hún geti ekki sagt til um líðan fólksins sem slasaðist en um hafi verið að ræða háorkuumferðarslys. Lögregla varaði við því í gær að talsverð hálka væri á vegum á Suðurlandi.
Ná þurfi betur utan um málið áður en frekari upplýsingar verði gefnar út.