Nadal greindi sjálfur frá smitinu á samfélagsmiðlum, en þar segist hann hafa fundið fyrir smá óþæginfum vegna veirunnar. Hann segist einnig vonast til að jafna sig jafnt og þétt, en Nadal hafði glímt við meiðsli undanfarna mánuði og var nýsnúinn aftur á tennisvöllinn.
Þá kemur einnig fram í færslu kappans að þetta þýði að hann þurfi að halda dagskrá sinni opinni og hann gæti því misst af Opna ástralska sem fram ferí Melbourne í næsta mánuði. Opna ástralska hefst þann 17. janúar og er eitt stærsta tennismót ársins.