Myndbandið á að hafa verið tekið upp í gærkvöldi og í því segist Peng hafa verið heima að undanförnu og að hún sé frjáls ferða sinna. Hún staðhæfir einnig að hún hafi aldrei sagt að á henni hefði verið brotið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Í myndbandinu segir Peng að mögulega hafi fólk misskilið hana.
Hvarf eftir birtingu færslu
Blaðamaðurinn sem tók viðtal við hana spurði hana ekki nánar út í langa samfélagsmiðlafærslu sem birtist á Weibo-síðu hennar í nóvember. Þar sakaði Peng Zhang Gaoli, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína, um að hafa nauðgað sér, hvarf hún og ummerki um hana voru þurrkuð af internetinu og samfélagsmiðlum í Kína.
Peng sjálf virtist hverfa og sást ekki um nokkurn tíma.
Hún sást svo á myndum ræða við forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar í myndsímtali en vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Kína í febrúar. Forsvarsmennirnir voru þó harðlega gagnrýndir fyrir að opinbera ekkert um samtalið og það hvernig því var komið á og hvort það var í gegnum kínverska ríkið, því engum öðrum hefði tekist að ná sambandi við hana.
Alþjóðatennissamband kvenna, WTA, aflýsti í kjölfarið öllum mótum í Kína.
Tekið á kynningarviðburði fyrir ólympíuleikanna
Lianhe Zaobao segir að viðtalið við Peng hafi verið tekið á kynningarviðburði fyrir vetrarólympíuleikana. Á því má einnig sjá körfuboltamanninn Yao Ming og aðra kínverska íþróttamenn.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Kenneth Roth, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, tjáði sig um myndbandið á Twitter og sagði það eingöngu auka áhyggjur hans af stöðu hennar.
Only deepening concerns about the pressure to which the Chinese government is subjecting her, tennis star Peng Shuai now claims she never accused anyone of sexually assaulting her -- after having clearly accused a senior Chinese official of precisely that. https://t.co/VRo6rBnmF4 pic.twitter.com/fSjgwMJk3Z
— Kenneth Roth (@KenRoth) December 19, 2021
Peng er einungis ein af nokkrum konum sem hafa sakað menn um kynferðisbrot eða barist fyrir auknum réttindum kvenna og hafa horfið.
Sjá einnig: MeToo mætt af hörku í Kína
Talsmaður WTA sagði New York Times að sambandinu hefði enn ekki náð sambandi við Peng og krefjast þau þess enn að ásakanir hennar verði rannsakaðar.