Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 09:02 Dennis Rodman missti af tækifærinu að spila með Böðvari Guðjónssyni í liði Bumbunnar. EPA&S2 Sport Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan. Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan.
Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira