Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 09:02 Dennis Rodman missti af tækifærinu að spila með Böðvari Guðjónssyni í liði Bumbunnar. EPA&S2 Sport Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan. Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan.
Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum