Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 20:21 Sigurður Ingi segir tíðindin frá Vogum mikil vonbrigði. vísir/vilhelm Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira