Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 20:21 Sigurður Ingi segir tíðindin frá Vogum mikil vonbrigði. vísir/vilhelm Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira