Húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 17. desember 2021 15:00 Í upphafi covid faraldursins lagði ASÍ áherslu á nokkra þætti sem nauðsynlegt viðbragð við kreppunni. Þeir voru að tryggja afkomu, heilbrigðismál, húsnæðismál, menntun og réttlát umskipti og jöfnuður. Þetta hefur verið rauður þráður í okkar málflutningi síðan, enda hornsteinn lífsgæða vinnandi fólks og alls almennings. Nú þegar við siglum inn í nýtt ár munu einkum húsnæðismálin ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðum næsta haust. Í dag fer húsnæðismarkaðurinn og hækkun nauðsynja langt með að éta upp árangur síðustu kjarasamninga. Við erum óralangt frá þeirri stefnu Alþýðusambandsins að fólk greiði ekki nema 25% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Sumir greiða svo mikið sem 80% tekna í húsaleigu og vextir fara nú hækkandi sem þýðir bara eitt: kjararýrnun. Sú rýrnun kemur verst við þau sem höllustum fæti standa og þau sem hafa þurft að spenna bogann hátt til að koma sér þaki yfir höfuð. Sú stefna sem rekin hefur verið, að láta hinn ósýnilega markað tryggja húsnæðisöryggi, er gjaldþrota. Húsnæðismarkaðurinn á ekki að vera gróðatækifæri fyrir fjárfesta eða verktaka og hann á ekki að vera undirstaða ofsahagnaðar í útlánum. Húsnæðismarkaðurinn á að tryggja húsnæðisöryggi – að fólk búi við góðar aðstæður á viðráðanlegum kjörum. Til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Skilja þarf á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og styrkja þarf óhagnaðardrifin leigufélög. Koma þarf böndum á verðtrygginguna og dreifa ábyrgðinni á afborganaflökti á milli lánveitenda og lántaka. Það þarf að koma reglum á útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna svo sú þjónusta gangi ekki freklega á húsnæðisöryggi. Nýta þarf tilfærslukerfin, vaxtabætur og húsaleigubætur, til að draga úr húsnæðiskostnaði þeirra tekjulægri og svo þarf að sjálfsögðu að gera stórátak í húsnæðisuppbyggingu með félagslega hugsun að leiðarljósi. Það er verk að vinna og verkalýðshreyfingin mun ekki halda að sér höndum í þessu stærsta kjaramáli dagsins í dag, frekar en fyrri daginn. Í gegnum tíðina hafa verið gerð stór átök í húsnæðismálum í samstarfi við hreyfingu vinnandi fólks. Tími slíks átaks er runninn upp á ný. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi covid faraldursins lagði ASÍ áherslu á nokkra þætti sem nauðsynlegt viðbragð við kreppunni. Þeir voru að tryggja afkomu, heilbrigðismál, húsnæðismál, menntun og réttlát umskipti og jöfnuður. Þetta hefur verið rauður þráður í okkar málflutningi síðan, enda hornsteinn lífsgæða vinnandi fólks og alls almennings. Nú þegar við siglum inn í nýtt ár munu einkum húsnæðismálin ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðum næsta haust. Í dag fer húsnæðismarkaðurinn og hækkun nauðsynja langt með að éta upp árangur síðustu kjarasamninga. Við erum óralangt frá þeirri stefnu Alþýðusambandsins að fólk greiði ekki nema 25% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Sumir greiða svo mikið sem 80% tekna í húsaleigu og vextir fara nú hækkandi sem þýðir bara eitt: kjararýrnun. Sú rýrnun kemur verst við þau sem höllustum fæti standa og þau sem hafa þurft að spenna bogann hátt til að koma sér þaki yfir höfuð. Sú stefna sem rekin hefur verið, að láta hinn ósýnilega markað tryggja húsnæðisöryggi, er gjaldþrota. Húsnæðismarkaðurinn á ekki að vera gróðatækifæri fyrir fjárfesta eða verktaka og hann á ekki að vera undirstaða ofsahagnaðar í útlánum. Húsnæðismarkaðurinn á að tryggja húsnæðisöryggi – að fólk búi við góðar aðstæður á viðráðanlegum kjörum. Til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Skilja þarf á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og styrkja þarf óhagnaðardrifin leigufélög. Koma þarf böndum á verðtrygginguna og dreifa ábyrgðinni á afborganaflökti á milli lánveitenda og lántaka. Það þarf að koma reglum á útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna svo sú þjónusta gangi ekki freklega á húsnæðisöryggi. Nýta þarf tilfærslukerfin, vaxtabætur og húsaleigubætur, til að draga úr húsnæðiskostnaði þeirra tekjulægri og svo þarf að sjálfsögðu að gera stórátak í húsnæðisuppbyggingu með félagslega hugsun að leiðarljósi. Það er verk að vinna og verkalýðshreyfingin mun ekki halda að sér höndum í þessu stærsta kjaramáli dagsins í dag, frekar en fyrri daginn. Í gegnum tíðina hafa verið gerð stór átök í húsnæðismálum í samstarfi við hreyfingu vinnandi fólks. Tími slíks átaks er runninn upp á ný. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun