Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 12:16 Mjög góð þátttaka hefur verið í mótmælunum á Skjólgarði síðustu föstudaga. Mótmælin munu halda áfram þar til eitthvað verður gert í málefnum heimilisins. Aðsend Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend
Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira