Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 21:00 Reglugerð um skoðun ökutækja verður hert verulega á næsta ári þegar mun minna þarf til þess að bílar fái á sig akstursbann. Vísir/Vilhelm Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður. Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári. Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Breytt reglugerð um skoðun ökutækja kemur til framkvæmda í tveimur hlutum á nýju ári. Fyrri breytingar, sem taka gildi 1. janúar 2022, kveða meðal annars á um hækkað vanrækslugjald þegar fer úr fimmtán þúsund krónum í tuttugu þúsund en hækkunin er umtalsvert meiri fyrir stærri ökutæki á borð við vörubíla og rútur þegar hún fer úr fimmtán þúsund krónum í fjörutíu þúsund krónur. „Helstu breytingarnar sem almenningur mun finna fyrir í byrjun næsta árs eru þessi sumarökutæki, þ.e.a.s ferðavagnar, hjólhýsi, tjaldvagnar, fornökutæki og fleira. Þau fá nýjan skoðunarmánuð; núna þarf að skoða þau í maí en það verður þannig að það þarf að ganga frá skoðuninni í upphafi tímabils í staðinn fyrir lok tímabils,” segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Hann tekur fram að breytingarnar sem taka gildi í byrjun árs megi finna á vef Samgöngustofu. Síðari breytingin tekur gildi í maí en hún felur í sér talsvert hertari reglur þegar mun ríkari kröfur verða gerðar til ökumanna og skoðanastöðva, en akstursbann verður sett á ef til dæmis olía eða eldsneyti lekur eða hemlaljós eru biluð, en áður var það endurskoðun - svo dæmi séu tekin. Gunnar segir að verið sé að leggja lokahönd á skoðanahandbók sem allar skoðunarstöðvar fái á næstu dögum, og að þær hafi því fjóra mánuði til þess að kynna sér hana. „Fólk má fara að setja sig í stellingar því það þarf að fylgjast betur með bílnum áður en hann fer í skoðun þannig að fólk sé með það í huga að það lendi ekki í akstursbanni.” Búast megi við að talsverður fjöldi fái á sig akstursbann. „Það má búast við því já, ef fólk lærir ekki svolítið á þetta og sér að það er eitthvað ekki í lagi áður en það fer í skoðun þá má það alveg búast við því, að öllu óbreyttu, að fleiri bílar fái stimpilinn notkun bönnuð og þurfa þá að fara á verkstæði til að koma honum í gegnum skoðun,” segir Gunnar og bætir við að nýjar reglur verði birtar á vef stofnunarinnar á næsta ári.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira