Umfangsmikil dópneysla í Reykjavík og tengsl við helstu fíkniefnamarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2021 14:42 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna skipulagðrar brotastarfsemi á Íslandi telst mjög mikil. Aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni eykur álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Skipulögð brotastarfsemi felur í sér ógn við öryggi samfélags og einstaklinga. Þetta kemur fram í mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi. Þar segir að íslenskur fíkniefnamarkaður líkist æ meira þeim evrópska. Viðskipti hafi í auknum mæli færst á smáforrit og samfélagsmiðla og rafrænni slóð jafnharðan eytt eða samskipti dulkóðuð. Hreinleiki fíkniefna hafi vaxið en verðlag verið nokkuð stöðugt þó að greina megi nokkrar verðsveiflur innan ákveðinna flokka. Afskipti lögreglu af skipulagðri brotastarfsemi í formi frumkvæðislöggæslu á landsvísu séu takmörkuð. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa Aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er sagt auðveldara meðal annars vegna þess að íslenskir brotamenn hafi komið sér fyrir erlendis og myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, til dæmis í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa og skipulagðra brotahópa frá Suðaustur-Evrópu á Íslandi séu merkjanleg. Ný íslensk rannsókn á frárennslisvatni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir umfangsmikla fíkniefnaneyslu í Reykjavík og samkvæmt henni er fíkniefnaneysla hér mjög í líkingu við fíkniefnaneyslu í borgum Norðurlanda og Evrópu þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar. Vísbendingar um jafnvel meiri neyslu sumra fíkniefna til dæmis amfetamíns hér á landi en á sumum Norðurlanda. Lögregla hefur upplýsingar um að hingað til lands sé flutt fólk er sæti misneytingu og jafnvel mansali. Þýfi flutt úr landi „Á Íslandi eru starfandi glæpahópar sem eru tengdir ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og stunda skipulagt smygl á fólki og mansal. Talið er afar líklegt að með breytingum og útvíkkun á 227. gr. a. alm. hgl. nr. 19/1940 og að þeirri forsendu gefinni að lögregla leggi aukna áherslu á málaflokkinn muni mansalsmálum fjölga á næstu tveimur árum.“ Aðstoðarmenn skipulagðrar brotastarfsemi varðandi smygl á fólki og mansal séu þeir sem með markvissum hætti veita aðstoð vegna komu, dvalar eða starfsemi fórnarlamba mansals á Íslandi. „Slík aðstoð getur m.a. verið fólgin í að útvega dvalarstað fyrir fórnarlömb mansals, velja staði þar sem misneyting fer fram, vera tengiliður við innlenda glæpamenn/hópa og aðstoða við peningaþvætti eða við flutning á þýfi úr landi eða koma því í verð á annan veg. Þetta á m.a. við um þá sem tilheyra þjóðarbrotum frá löndum með mörgum virkum glæpamönnum á Íslandi og þá einstaklinga innan þess hóps sem hafa aðgang að eða tengjast fyrirtækjum í lögmætum rekstri,“ segir í skýrslunni. Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Þetta kemur fram í mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri brotastarfsemi. Þar segir að íslenskur fíkniefnamarkaður líkist æ meira þeim evrópska. Viðskipti hafi í auknum mæli færst á smáforrit og samfélagsmiðla og rafrænni slóð jafnharðan eytt eða samskipti dulkóðuð. Hreinleiki fíkniefna hafi vaxið en verðlag verið nokkuð stöðugt þó að greina megi nokkrar verðsveiflur innan ákveðinna flokka. Afskipti lögreglu af skipulagðri brotastarfsemi í formi frumkvæðislöggæslu á landsvísu séu takmörkuð. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa Aðgengi íslenskra brotahópa að erlendum mörkuðum er sagt auðveldara meðal annars vegna þess að íslenskir brotamenn hafi komið sér fyrir erlendis og myndað tengsl á helstu fíkniefnamörkuðum, til dæmis í Hollandi, Spáni og í Suður-Ameríku. Aukin umsvif fjölþjóðlegra brotahópa og skipulagðra brotahópa frá Suðaustur-Evrópu á Íslandi séu merkjanleg. Ný íslensk rannsókn á frárennslisvatni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir umfangsmikla fíkniefnaneyslu í Reykjavík og samkvæmt henni er fíkniefnaneysla hér mjög í líkingu við fíkniefnaneyslu í borgum Norðurlanda og Evrópu þar sem sambærilegar rannsóknir hafa verið unnar. Vísbendingar um jafnvel meiri neyslu sumra fíkniefna til dæmis amfetamíns hér á landi en á sumum Norðurlanda. Lögregla hefur upplýsingar um að hingað til lands sé flutt fólk er sæti misneytingu og jafnvel mansali. Þýfi flutt úr landi „Á Íslandi eru starfandi glæpahópar sem eru tengdir ákveðnum þjóðarbrotum frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og stunda skipulagt smygl á fólki og mansal. Talið er afar líklegt að með breytingum og útvíkkun á 227. gr. a. alm. hgl. nr. 19/1940 og að þeirri forsendu gefinni að lögregla leggi aukna áherslu á málaflokkinn muni mansalsmálum fjölga á næstu tveimur árum.“ Aðstoðarmenn skipulagðrar brotastarfsemi varðandi smygl á fólki og mansal séu þeir sem með markvissum hætti veita aðstoð vegna komu, dvalar eða starfsemi fórnarlamba mansals á Íslandi. „Slík aðstoð getur m.a. verið fólgin í að útvega dvalarstað fyrir fórnarlömb mansals, velja staði þar sem misneyting fer fram, vera tengiliður við innlenda glæpamenn/hópa og aðstoða við peningaþvætti eða við flutning á þýfi úr landi eða koma því í verð á annan veg. Þetta á m.a. við um þá sem tilheyra þjóðarbrotum frá löndum með mörgum virkum glæpamönnum á Íslandi og þá einstaklinga innan þess hóps sem hafa aðgang að eða tengjast fyrirtækjum í lögmætum rekstri,“ segir í skýrslunni.
Lögreglan Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira