Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2021 13:41 „Stjórinn“ á tónleikum í september síðastliðinn til að minnast fórnarlamba árásanna á Tvíburaturnana í New York árið 2001. EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. Með samningnum eignast Sony réttinn að öllum tuttugu plötum tónlistarmannsins og þar með öllum þeim ódauðlegu lögum sem Springsteen hefur hljóðritað á ferli sínum. Springsteen hefur tuttugu sinnum unnið til Grammy-verðlauna og segir í frétt BBC að tónlist hans hafi skilað 15 milljóna dala tekjum bara á síðasta ári. Springsteen fylgir þar með í fótspor fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa selt réttinn að verkum sínum á síðustu misserum, líkt og Bob Dylan, Blondie og Paul Simon. Þá var rétturinn að lögum David Bowie seldur fyrr á árinu. Springsteen er höfundur og flytjanda laga á borð við Born to Run, Dancing in the Dark, Born in the USA, The River, Atlantic City, Brilliant Disguise og Secret Garden. Í frétt BBC segir að enn hafi ekki verið greint opinberlega frá samningnum, en samkvæmt heimildum ku samningurinn vera sá stærsti sinnar tegundar til þessa. Springsteen er einn vinsælasti rokktónlistarmaður allra tíma og hefur stærstan hluta ferilsins verið á samningi hjá Columbia Records sem er í eigu Sony. Bandaríkin Sony Tónlist Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Með samningnum eignast Sony réttinn að öllum tuttugu plötum tónlistarmannsins og þar með öllum þeim ódauðlegu lögum sem Springsteen hefur hljóðritað á ferli sínum. Springsteen hefur tuttugu sinnum unnið til Grammy-verðlauna og segir í frétt BBC að tónlist hans hafi skilað 15 milljóna dala tekjum bara á síðasta ári. Springsteen fylgir þar með í fótspor fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa selt réttinn að verkum sínum á síðustu misserum, líkt og Bob Dylan, Blondie og Paul Simon. Þá var rétturinn að lögum David Bowie seldur fyrr á árinu. Springsteen er höfundur og flytjanda laga á borð við Born to Run, Dancing in the Dark, Born in the USA, The River, Atlantic City, Brilliant Disguise og Secret Garden. Í frétt BBC segir að enn hafi ekki verið greint opinberlega frá samningnum, en samkvæmt heimildum ku samningurinn vera sá stærsti sinnar tegundar til þessa. Springsteen er einn vinsælasti rokktónlistarmaður allra tíma og hefur stærstan hluta ferilsins verið á samningi hjá Columbia Records sem er í eigu Sony.
Bandaríkin Sony Tónlist Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira