Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 12:39 Það er allt að verða klárt í Hlíðarfjalli. Efst á myndinni glittir í nýju stólalyftuna. Skíðasvæðið Hlíðarfjalli. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið klukkan 16 á föstudaginn auk þess sem að opið verður um helgina frá 10-16 en nálgast má upplýsingar um opnunartíma næstu vikna hér. Staðan í fjallinu er ágæt að sögn Brynjars Helga Ásgeirssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins. „Við erum með nægilegan snjó til þess að opna. Það er hitaspá í kortunum en okkur hefur fundist hann vera minni en spár gefa til kynna. Á morgun á að vera mesti hitinn en svo er aftur kólnandi eftir það. Miðað við aðstæður lítur fjallið vel út,“ segir hann í samtali við Vísi. Mikið framleitt af snjó Starfsmenn fjallsins hafa staðið í ströngu að undanförnu við að framleiða snjó með snjóbyssum og er framleiddur snjór 90 prósent af þeim snjó sem er til staðar í tveimur af brekkum fjallsins að sögn Brynjars. Þrátt fyrir að ekki hafi snjóað mikið á Akureyri í vetur hefur staðan verið öfug í fjallinu, ekki síst í september þegar snjóaði mikið. Þannig var gönguskíðabrautin í fjallinu opnuð um miðjan nóvember, sem telst vera í fyrra lagi. Að auki hefur verið hægt að halda úti skíðaæfingum fyrir krakka ofarlega í fjallinu frá sama tíma. „Við höfum náð að halda í mikinn snjó sem kom þá og náð að byggja ofan á með framleiðslu,“ segir Brynjar sem finnur fyrir auknum áhuga á skíðaiðkun. „Það er alltaf spenningur þegar við opnum. Skíðaiðkun á Íslandi hefur aukist gríðarlega. Það er mikill vöxtur í skíðagöngu og fjallaskíðum og á bretti líka.“ Möguleg sögulok á sögunni endalausu - Búið að styrkja stólana Mikið hefur verið fjallað um nýja stólalyftu sem nær í um eitt þúsund metra hæð upp í fjallið. Upphaflega átti hún að vera tilbúin árið 2018 en tafir við framkvæmdir, Covid-19 og óhagstætt veður hefur gert það að verkum að enn á eftir að vígja hana. Svona var staðan á lyftunni í desember 2019.Vísir/Tryggvi „Í fyrra vorum við að bíða eftir veðurglugga til að vígja hana, það bara gekk ekki eftir. Við fengum engan veðurglugga til þess að opna hana. Svo var okkur gert að loka í dymbilvikunni og um páskana vegna Covid,“ segir Brynjar. Skíðaiðkendur bundu því margir hverjir vonir við að lyftan kæmist í gagnið þegar skíðavertíðin hæfist nú í vetur. Greint var hins vegar frá því fyrr í vetur að einhverjar tafir myndu verða á opnuninni þar sem sterkir vindar í fjallinu hafi valdið skemmdum á stólunum í lyftunni. „Það hafa verið skemmdir á stólum, það er búið að skipta þeim út og við erum að vona að við séum búin að ná fyrir fleiri skemmdir með því að setja styrkingar á þá,“ segir Brynjar. Lýsingin það sem eftir stendur Undanfarin ár hafa forverar Brynjars í starfi sagt að fljótlega verði lyftan opnuð án þess að það hafi gengið eftir. Brynjar segir hins vegar að í raun sé staðan núna þannig að það sé fátt sem standi í vegi fyrir því að lyftan fari að ganga. Þannig segir hann að mögulegt sé að hún verði vígð núna í desember. „Í rauninni er ekkert sem er útistandandi með að keyra lyftuna. Allur mekanískur búnaður virkar og allt slíkt. Við erum ekki að keyra hana fyrr en við erum sátt við að birtan er nægileg. Við stefnum á að reyna að vígja hana í desember. Ég held að það sé allur vilji fyrir því og svo verðum við vonandi með hana í gangi einhverjar helgar í janúar þegar margir eru í fjallinu, þegar þörfin er má segja.“ Varðandi lýsinguna nefnir Brynjar að ekki hafi tekist að setja upp lýsingu á sumar skíðaleiðir sem stefnt er að því að opna samhliða nýju lyftunni. „Við munum bara keyra hana í björtu veðri svo við séum ekki að lenda í slysum. Ég held að við séum að sjá fyrir endann á því að lyftan sé ekki í notkun.“ Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. 4. október 2020 07:01 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Deilur vina og verktaka fresta lyftu Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu. 19. september 2018 06:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Stefnt er að því að opna skíðasvæðið klukkan 16 á föstudaginn auk þess sem að opið verður um helgina frá 10-16 en nálgast má upplýsingar um opnunartíma næstu vikna hér. Staðan í fjallinu er ágæt að sögn Brynjars Helga Ásgeirssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins. „Við erum með nægilegan snjó til þess að opna. Það er hitaspá í kortunum en okkur hefur fundist hann vera minni en spár gefa til kynna. Á morgun á að vera mesti hitinn en svo er aftur kólnandi eftir það. Miðað við aðstæður lítur fjallið vel út,“ segir hann í samtali við Vísi. Mikið framleitt af snjó Starfsmenn fjallsins hafa staðið í ströngu að undanförnu við að framleiða snjó með snjóbyssum og er framleiddur snjór 90 prósent af þeim snjó sem er til staðar í tveimur af brekkum fjallsins að sögn Brynjars. Þrátt fyrir að ekki hafi snjóað mikið á Akureyri í vetur hefur staðan verið öfug í fjallinu, ekki síst í september þegar snjóaði mikið. Þannig var gönguskíðabrautin í fjallinu opnuð um miðjan nóvember, sem telst vera í fyrra lagi. Að auki hefur verið hægt að halda úti skíðaæfingum fyrir krakka ofarlega í fjallinu frá sama tíma. „Við höfum náð að halda í mikinn snjó sem kom þá og náð að byggja ofan á með framleiðslu,“ segir Brynjar sem finnur fyrir auknum áhuga á skíðaiðkun. „Það er alltaf spenningur þegar við opnum. Skíðaiðkun á Íslandi hefur aukist gríðarlega. Það er mikill vöxtur í skíðagöngu og fjallaskíðum og á bretti líka.“ Möguleg sögulok á sögunni endalausu - Búið að styrkja stólana Mikið hefur verið fjallað um nýja stólalyftu sem nær í um eitt þúsund metra hæð upp í fjallið. Upphaflega átti hún að vera tilbúin árið 2018 en tafir við framkvæmdir, Covid-19 og óhagstætt veður hefur gert það að verkum að enn á eftir að vígja hana. Svona var staðan á lyftunni í desember 2019.Vísir/Tryggvi „Í fyrra vorum við að bíða eftir veðurglugga til að vígja hana, það bara gekk ekki eftir. Við fengum engan veðurglugga til þess að opna hana. Svo var okkur gert að loka í dymbilvikunni og um páskana vegna Covid,“ segir Brynjar. Skíðaiðkendur bundu því margir hverjir vonir við að lyftan kæmist í gagnið þegar skíðavertíðin hæfist nú í vetur. Greint var hins vegar frá því fyrr í vetur að einhverjar tafir myndu verða á opnuninni þar sem sterkir vindar í fjallinu hafi valdið skemmdum á stólunum í lyftunni. „Það hafa verið skemmdir á stólum, það er búið að skipta þeim út og við erum að vona að við séum búin að ná fyrir fleiri skemmdir með því að setja styrkingar á þá,“ segir Brynjar. Lýsingin það sem eftir stendur Undanfarin ár hafa forverar Brynjars í starfi sagt að fljótlega verði lyftan opnuð án þess að það hafi gengið eftir. Brynjar segir hins vegar að í raun sé staðan núna þannig að það sé fátt sem standi í vegi fyrir því að lyftan fari að ganga. Þannig segir hann að mögulegt sé að hún verði vígð núna í desember. „Í rauninni er ekkert sem er útistandandi með að keyra lyftuna. Allur mekanískur búnaður virkar og allt slíkt. Við erum ekki að keyra hana fyrr en við erum sátt við að birtan er nægileg. Við stefnum á að reyna að vígja hana í desember. Ég held að það sé allur vilji fyrir því og svo verðum við vonandi með hana í gangi einhverjar helgar í janúar þegar margir eru í fjallinu, þegar þörfin er má segja.“ Varðandi lýsinguna nefnir Brynjar að ekki hafi tekist að setja upp lýsingu á sumar skíðaleiðir sem stefnt er að því að opna samhliða nýju lyftunni. „Við munum bara keyra hana í björtu veðri svo við séum ekki að lenda í slysum. Ég held að við séum að sjá fyrir endann á því að lyftan sé ekki í notkun.“
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. 4. október 2020 07:01 Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Deilur vina og verktaka fresta lyftu Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu. 19. september 2018 06:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18
Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Það hyllir undir að ný stólalyfta verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. 4. október 2020 07:01
Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. 5. febrúar 2020 23:15
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22
Deilur vina og verktaka fresta lyftu Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu. 19. september 2018 06:30