Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 11:50 Sólbaðsstofur virðast njóta minni vinsælda. Getty/Lepro Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Það ár sögðust um 30% fullorðinna hafa notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Í dag er hlutfall þeirra sem hafa notað ljósabekki hæst hjá fólki á aldursbilinu 18 – 24 ára, eða um 21%. Um 12% karla og um 30% kvenna á aldrinum 18-24 ára segjast hafa notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum. Þetta eru nýlegar niðurstöður árlegrar könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi en könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna ríkisins, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Aldrei færri brunnið Niðurstöðurnar sýna einnig að um 12% svarenda höfðu brunnið að minnsta kosti einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Árið 2019 var sama hlutfall 19% en 27% árið 2013. Geislavarnir fagna minnkandi notkun ljósabekkja þar sem notkun þeirra fylgi aukin hætta á húðkrabbameini. Frá því að árlegar mælingar hófust árið 2004 hefur dregið verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30% fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði líkt og áður segir. Frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til í fyrra og í ár þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Þrátt fyrir þetta var lítilleg fjölgun á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi milli áranna 2017 og 2021. Í janúar gáfu Geislavarnir út að bekkirnir væru 97 talsins og hafi fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin átti sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. Notkun ljósabekkja talin valda meira en tíu þúsund sortuæxlum á heimsvísu Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Vísað er til skýrslunnar á vef Geislavarna en einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. „Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja tók gildi á Íslandi í janúar 2011.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13. janúar 2021 14:47