Myrti sex í óútskýrðu ódæði: Reyndist með miklar heilaskemmdir Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 22:29 Phillip Adams í leik fyrir San Francisco 49ers árið 2010. Hann spilaði amerískan fótbolta í tuttugu ár. AP/Tom Gannam Phillip Adams, fyrrverandi NFL-leikmaður, var með töluverða áverka á framhluta heila þegar hann svipti sig lífi í apríl. Það gerði hann eftir að hann skaut sex manns til bana og þar af tvö börn. Krufning leiddi áverkana í ljós og læknir segir hann hafa verið með skýr merki heilaskemmda sem kallast langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka eða CTE og valda meðal annars minnisleysi og skapsveiflum. Þann 7. apríl myrti Adams lækninn Robert Lesslie, Barböru eiginkonu hans, tvö barnabörn þeirra sem voru níu og fimm ára og tvo menn sem voru að vinna við loftræstikerfi hjónanna. Hann fór svo heim til sín í bænum Rock Hill í Suður-Karólínu, lokaði sig inni og svipti sig lífi. Enn þann dag í dag liggur tilefni morðanna ekki fyrir og lögreglan segir engar vísbendingar hafa fundist um það hvort Adams tengdist fólkinu á nokkurn hátt. Þá segir lögreglan ekkert benda til þess að Adams hafi verið sjúklingur Lesslie, samkvæmt frétt New York Times. Ofsóknaræði og minnisleysi Dr. Ann McKee, sem rannsakaði heila Adams segir hann hafa átt í vandræðum með hegðun sína og vitsmuni. Hann hafi verið með ofsóknaræði og átt í erfiðleikum með minni. AP fréttaveitan hefur eftir henni að 24 leikmenn úr NFL sem hafi dáið á þrítugs- og fertugsaldri hafi greinst með CTE. Eins og Adams hafi flestir þeirra verið með CTE á öðru stigi, af fjórum. Á því stigi verði fólk ofbeldishneigt, þunglynt og fái ofsóknaræði, auk þess sem það á í erfiðleikum með minni. Hún segir Adams þó hafa verið frábrugðinn hinum að því leyti að áverkar á framhluta heila hans hafi verið mun meiri en í flestum öðrum tilfellum. Bar hún heila Adams saman við heila Aaron Hernandez, sem spilaði einnig í NFL. Hann hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Krufning leiddi í ljós að hann þjáðist einnig af CTE. Adams var 32 ára þegar hann dó. Hann spilaði amerískan fótbolta í um tuttugu ár en spilaði 78 leiki yfir sex tímabil í NFL. Mynd sem tekin var fyrir utan heimili Lesslie-hjónanna eftir að þau, barnabörn þeirra og tveir verkamenn voru myrt.AP/Nell Redmond Margt hafi líklega komið til McKee sagði að fræðilega gætu veikindi Adams gert honum auðveldara með að fremja morð en það væri mikil einföldun að segja að veikindin hefðu ein og sér haft þessar afleiðingar. Margt annað hafi líklegast komið til. Fjölskylda Adams segir hann hafa leitað hjálpar hjá NFL en hann hafi komið að lokuðum dyrum þar. Hann hafi átt erfitt með að muna og hafi oft ekki getað leyst einföld verkefni. AP segir að eingöngu sé hægt að greina CTE eftir að viðkomandi sé dáinn. Veikindin hafi fundist í heilum hermanna, NFL-leikmanna, hnefaleikamönnum og öðrum sem verði fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. Í nýlegri rannsókn hafi ummerki CTE fundist í heilum 110 fyrrverandi NFL-leikmanna af 111 sem voru skoðaðir. Segir mögulegt að engin svör finnist Í samtali við fréttaveituna sagði Kevin Tolson, fógeti, að málinu yrði líklega lokað innan skamms. Lögregluþjónar fundu margar stílabækur meðal eigna Adams sem hann hafði skrifað mikið í. Fógetinn sagði skrifin illskiljanleg. Þá ítrekaði hann við AP að CTE-greiningin og stílabækurnar myndu ekki endilega varpa ljósi á tilefni morðanna sem Adams framdi. „Stundum vitum við af hverju, stundum vitum við það ekki,“ sagði Tolson. „Það er einn sem veit af hverju en hann er dáinn.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Krufning leiddi áverkana í ljós og læknir segir hann hafa verið með skýr merki heilaskemmda sem kallast langvinnur heilakvilli í kjölfar áverka eða CTE og valda meðal annars minnisleysi og skapsveiflum. Þann 7. apríl myrti Adams lækninn Robert Lesslie, Barböru eiginkonu hans, tvö barnabörn þeirra sem voru níu og fimm ára og tvo menn sem voru að vinna við loftræstikerfi hjónanna. Hann fór svo heim til sín í bænum Rock Hill í Suður-Karólínu, lokaði sig inni og svipti sig lífi. Enn þann dag í dag liggur tilefni morðanna ekki fyrir og lögreglan segir engar vísbendingar hafa fundist um það hvort Adams tengdist fólkinu á nokkurn hátt. Þá segir lögreglan ekkert benda til þess að Adams hafi verið sjúklingur Lesslie, samkvæmt frétt New York Times. Ofsóknaræði og minnisleysi Dr. Ann McKee, sem rannsakaði heila Adams segir hann hafa átt í vandræðum með hegðun sína og vitsmuni. Hann hafi verið með ofsóknaræði og átt í erfiðleikum með minni. AP fréttaveitan hefur eftir henni að 24 leikmenn úr NFL sem hafi dáið á þrítugs- og fertugsaldri hafi greinst með CTE. Eins og Adams hafi flestir þeirra verið með CTE á öðru stigi, af fjórum. Á því stigi verði fólk ofbeldishneigt, þunglynt og fái ofsóknaræði, auk þess sem það á í erfiðleikum með minni. Hún segir Adams þó hafa verið frábrugðinn hinum að því leyti að áverkar á framhluta heila hans hafi verið mun meiri en í flestum öðrum tilfellum. Bar hún heila Adams saman við heila Aaron Hernandez, sem spilaði einnig í NFL. Hann hengdi sig í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Krufning leiddi í ljós að hann þjáðist einnig af CTE. Adams var 32 ára þegar hann dó. Hann spilaði amerískan fótbolta í um tuttugu ár en spilaði 78 leiki yfir sex tímabil í NFL. Mynd sem tekin var fyrir utan heimili Lesslie-hjónanna eftir að þau, barnabörn þeirra og tveir verkamenn voru myrt.AP/Nell Redmond Margt hafi líklega komið til McKee sagði að fræðilega gætu veikindi Adams gert honum auðveldara með að fremja morð en það væri mikil einföldun að segja að veikindin hefðu ein og sér haft þessar afleiðingar. Margt annað hafi líklegast komið til. Fjölskylda Adams segir hann hafa leitað hjálpar hjá NFL en hann hafi komið að lokuðum dyrum þar. Hann hafi átt erfitt með að muna og hafi oft ekki getað leyst einföld verkefni. AP segir að eingöngu sé hægt að greina CTE eftir að viðkomandi sé dáinn. Veikindin hafi fundist í heilum hermanna, NFL-leikmanna, hnefaleikamönnum og öðrum sem verði fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. Í nýlegri rannsókn hafi ummerki CTE fundist í heilum 110 fyrrverandi NFL-leikmanna af 111 sem voru skoðaðir. Segir mögulegt að engin svör finnist Í samtali við fréttaveituna sagði Kevin Tolson, fógeti, að málinu yrði líklega lokað innan skamms. Lögregluþjónar fundu margar stílabækur meðal eigna Adams sem hann hafði skrifað mikið í. Fógetinn sagði skrifin illskiljanleg. Þá ítrekaði hann við AP að CTE-greiningin og stílabækurnar myndu ekki endilega varpa ljósi á tilefni morðanna sem Adams framdi. „Stundum vitum við af hverju, stundum vitum við það ekki,“ sagði Tolson. „Það er einn sem veit af hverju en hann er dáinn.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira