Stærðfræðilegar aðferðir varpa nýju ljósi á Snorra Sturluson Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. desember 2021 09:47 Snorra hefur gjarnan verið eignuð Heimskringla, Snorra-Edda og á síðustu öld, Egils saga. Miklar deilur hafa þó skapast í kring um síðast nefndu kenninguna. vísir/vilhelm/HAUKUR STEFÁNSSON Sturla Þórðarson var að öllum líkindum afkastameiri höfundur en almennt hefur verið talið hingað til og Snorri Sturluson var ólíklega eini höfundur Heimskringlu. Þetta eru niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á stíleinkennum fornsagnanna. Í áratugaraðir hafa menn leitað að höfundum fornsagnanna. Sú leit hefur ekki endilega gengið allt of vel og henni mun líklega aldrei ljúka. Nú hafa hins vegar orðið þau tímamót að menn eru byrjaðir að nota nýja tækni, tölvur og stærðfræðiformúlur til að reyna að varpa ljósi á þessar spurningar. Þannig telja höfundar nýrrar fræðigreinar sig koma með mikilvægt innlegg í umræðuna: „Þetta er tilraun til að nota í rauninni stærðfræðilegar aðferðir til að sjá hvort að textar séu líkir eða ólíkir,“ segir Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann stóð að rannsókninni ásamt þeim Sigurði Ingibergi Björnssyni og Steingrími Páli Kárasyni. Fjallað var um rannsóknina í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Stíll eins og fingrafar Þessi aðferð er ekki alveg ný af nálinni en í rannsókninni er farið mun ítarlegar ofan í texta fornsagnanna en áður hefur verið gert. „Raunverulega gengur þetta út á það að skoða hlutfallslega tíðni algengustu orða í texta og nota það sem einhvers konar fjarlægðarmælingu á textana,“ segir Sigurður Ingibergur. Hann er forstjóri Klíníkurinnar en mikill áhugamaður um fornsögurnar. Hér sjáum við dæmi um niðurstöður rannsóknarinnar. Sögurnar sem eru litaðar rauðar og standa næst Egils sögu eru líkastar henni. Þær eru allar úr Heimskringlu og því ansi líklegt að þar hafi sami höfundur verið að verki. Sem styður auðvitað við kenningar um að Snorri Sturluson hafi skrifað Egils sögu.vísir/egill Hann og Steingrímur Páll voru að leika sér við að þróa forrit sem gæti skrifað sögur í forníslenskum stíl þegar íslenskufræðingurinn, Jón Karl, fékk þá til liðs með sér í nytsamlegri rannsóknir. Aðferðin gengur út á að greina stíl hvers sagnahluta fyrir sig og bera þá síðan saman. Þeir líkja stíleinkennunum við fingrafar höfundarins; hver höfundur heldur sig við ákveðið mynstur við skrif sín. Verkefnið hófst árið 2017 og þeir félagar útiloka ekki að halda rannsóknum sínum áfram. Jón Karl (til vinstri) og Sigurður Ingibergur (til hægri).vísir/egill Hér má finna greinasafnið In Search of the Culprit og nálgast grein þeirra félaga á rafrænu formi. Hún ber titilinn Stylometry and the Faded Fingerprints of Saga Authors. Sturla virðist hafa skrifað fjórar sögur en ekki tvær Og niðurstöður rannsóknarinnar voru ansi athyglisverðar. „Það er svolítið áhugavert að sjá að til dæmis Sturlunga, sem hefur verið talin svona safn af sögum, virðist vera miklu heildstæðara verk heldur en til dæmis Heimskringla, sem almennt er talin skrifuð af einum manni, Snorra Sturlusyni,“ segir Sigurður Ingibergur. Taflan sýnir líkindi á stíl þessara fornsagna. Þeir reitir sem hafa stuðulinn 0.00 sýna hvar sama sagan mætist - stíllinn er sá sami. Mest líkindi eru á milli Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala. Og upp úr rannsókninni koma meðal annars töflur eins og þessi hér að ofan. Hún ber saman líkindi stílsins á nokkrum fornsögum. Rauður litur og lágur stuðull merkja líkindi en blár litur og hár stuðull lítil. Við þetta sést til dæmis að mjög mikil líkindi eru milli fjögurra sagna; Íslendinga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og tveggja sagna úr Sturlungu safnritinu, Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða. Það er nokkuð óumdeilt í fræðunum að Sturla Þórðarson hafi verið höfundur bæði Íslendinga sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar en eftir niðurstöðu þessarar rannsóknar telja þeir félagar að Sturla hafi einnig samið hinar sögurnar tvær. Snorri frekar eins og kvikmyndaframleiðandi En þegar Heimskringla er rannsökuð kemur aftur á móti í ljós mikill munur á stíl einstakra sagna innan hennar. „Þannig að þetta er svona mæling sem að gefur dáldið til kynna að sögurnar eru skrifaðar svona upp úr öðrum sögum og það er dálítil tímaskekkja að vera að tala um Heimskringlu sem höfundarverk,“ segir Jón Karl. Þetta rennir ekki beinlínis stoðum undir þá útbreiddu kenningu að Snorri Sturluson sé höfundur Heimskringlu. Alla vega ekki í sama skilningi og við leggjum í höfundahugtakið í dag. Teikning af Snorra eftir Christian Krogh. Myndin er í raun sjálfsmynd - Krogh sér Snorra fyrir sér eins og sjálfan sig.Christian Krohg „Ef að hann hefur komið að Heimskringlu, sem er ekkert ólíklegt, þá er miklu líklegra að hann hafi verið svipaður kvikmyndaframleiðanda heldur en beinlínis skáldsagnahöfundi. Og hann hefur haft ritara í starfi hjá sér bara eins og framleiðandi kvikmyndar hefur handritshöfunda,“ segir Jón Karl. Meðal annars greindu þeir mikinn mun á stíl innan sjálfrar Ólafs sögu helga, sem er lengsta saga Heimskringlu. Þar virðist hún skiptast í tvo hluta; fyrri hlutinn er skrifaður af einkennandi stíl eins manns en seinni hlutinn með öðrum stíl. Þeir telja því ekki ólíklegt að sá sem hafi sett Heimskringlu saman hafi jafnvel stuðst við eldri konungasögur þegar hann setti sögurnar saman og að við skrifin á Ólafs sögu helga hafi hann skrifað upp úr eldri sögu í fyrri hlutanum en síðan sjálfur bætt seinni hlutanum við. Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Bókmenntir Tengdar fréttir Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra. 5. desember 2021 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Í áratugaraðir hafa menn leitað að höfundum fornsagnanna. Sú leit hefur ekki endilega gengið allt of vel og henni mun líklega aldrei ljúka. Nú hafa hins vegar orðið þau tímamót að menn eru byrjaðir að nota nýja tækni, tölvur og stærðfræðiformúlur til að reyna að varpa ljósi á þessar spurningar. Þannig telja höfundar nýrrar fræðigreinar sig koma með mikilvægt innlegg í umræðuna: „Þetta er tilraun til að nota í rauninni stærðfræðilegar aðferðir til að sjá hvort að textar séu líkir eða ólíkir,“ segir Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann stóð að rannsókninni ásamt þeim Sigurði Ingibergi Björnssyni og Steingrími Páli Kárasyni. Fjallað var um rannsóknina í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Stíll eins og fingrafar Þessi aðferð er ekki alveg ný af nálinni en í rannsókninni er farið mun ítarlegar ofan í texta fornsagnanna en áður hefur verið gert. „Raunverulega gengur þetta út á það að skoða hlutfallslega tíðni algengustu orða í texta og nota það sem einhvers konar fjarlægðarmælingu á textana,“ segir Sigurður Ingibergur. Hann er forstjóri Klíníkurinnar en mikill áhugamaður um fornsögurnar. Hér sjáum við dæmi um niðurstöður rannsóknarinnar. Sögurnar sem eru litaðar rauðar og standa næst Egils sögu eru líkastar henni. Þær eru allar úr Heimskringlu og því ansi líklegt að þar hafi sami höfundur verið að verki. Sem styður auðvitað við kenningar um að Snorri Sturluson hafi skrifað Egils sögu.vísir/egill Hann og Steingrímur Páll voru að leika sér við að þróa forrit sem gæti skrifað sögur í forníslenskum stíl þegar íslenskufræðingurinn, Jón Karl, fékk þá til liðs með sér í nytsamlegri rannsóknir. Aðferðin gengur út á að greina stíl hvers sagnahluta fyrir sig og bera þá síðan saman. Þeir líkja stíleinkennunum við fingrafar höfundarins; hver höfundur heldur sig við ákveðið mynstur við skrif sín. Verkefnið hófst árið 2017 og þeir félagar útiloka ekki að halda rannsóknum sínum áfram. Jón Karl (til vinstri) og Sigurður Ingibergur (til hægri).vísir/egill Hér má finna greinasafnið In Search of the Culprit og nálgast grein þeirra félaga á rafrænu formi. Hún ber titilinn Stylometry and the Faded Fingerprints of Saga Authors. Sturla virðist hafa skrifað fjórar sögur en ekki tvær Og niðurstöður rannsóknarinnar voru ansi athyglisverðar. „Það er svolítið áhugavert að sjá að til dæmis Sturlunga, sem hefur verið talin svona safn af sögum, virðist vera miklu heildstæðara verk heldur en til dæmis Heimskringla, sem almennt er talin skrifuð af einum manni, Snorra Sturlusyni,“ segir Sigurður Ingibergur. Taflan sýnir líkindi á stíl þessara fornsagna. Þeir reitir sem hafa stuðulinn 0.00 sýna hvar sama sagan mætist - stíllinn er sá sami. Mest líkindi eru á milli Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala. Og upp úr rannsókninni koma meðal annars töflur eins og þessi hér að ofan. Hún ber saman líkindi stílsins á nokkrum fornsögum. Rauður litur og lágur stuðull merkja líkindi en blár litur og hár stuðull lítil. Við þetta sést til dæmis að mjög mikil líkindi eru milli fjögurra sagna; Íslendinga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og tveggja sagna úr Sturlungu safnritinu, Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða. Það er nokkuð óumdeilt í fræðunum að Sturla Þórðarson hafi verið höfundur bæði Íslendinga sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar en eftir niðurstöðu þessarar rannsóknar telja þeir félagar að Sturla hafi einnig samið hinar sögurnar tvær. Snorri frekar eins og kvikmyndaframleiðandi En þegar Heimskringla er rannsökuð kemur aftur á móti í ljós mikill munur á stíl einstakra sagna innan hennar. „Þannig að þetta er svona mæling sem að gefur dáldið til kynna að sögurnar eru skrifaðar svona upp úr öðrum sögum og það er dálítil tímaskekkja að vera að tala um Heimskringlu sem höfundarverk,“ segir Jón Karl. Þetta rennir ekki beinlínis stoðum undir þá útbreiddu kenningu að Snorri Sturluson sé höfundur Heimskringlu. Alla vega ekki í sama skilningi og við leggjum í höfundahugtakið í dag. Teikning af Snorra eftir Christian Krogh. Myndin er í raun sjálfsmynd - Krogh sér Snorra fyrir sér eins og sjálfan sig.Christian Krohg „Ef að hann hefur komið að Heimskringlu, sem er ekkert ólíklegt, þá er miklu líklegra að hann hafi verið svipaður kvikmyndaframleiðanda heldur en beinlínis skáldsagnahöfundi. Og hann hefur haft ritara í starfi hjá sér bara eins og framleiðandi kvikmyndar hefur handritshöfunda,“ segir Jón Karl. Meðal annars greindu þeir mikinn mun á stíl innan sjálfrar Ólafs sögu helga, sem er lengsta saga Heimskringlu. Þar virðist hún skiptast í tvo hluta; fyrri hlutinn er skrifaður af einkennandi stíl eins manns en seinni hlutinn með öðrum stíl. Þeir telja því ekki ólíklegt að sá sem hafi sett Heimskringlu saman hafi jafnvel stuðst við eldri konungasögur þegar hann setti sögurnar saman og að við skrifin á Ólafs sögu helga hafi hann skrifað upp úr eldri sögu í fyrri hlutanum en síðan sjálfur bætt seinni hlutanum við.
Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Bókmenntir Tengdar fréttir Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra. 5. desember 2021 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Ekki Alþingis að eigna Snorra Egils sögu Alþingi fer ekki með úrskurðarvald þegar kemur að því að eigna nafnþekktum miðaldamönnum okkar glæstustu bókmenntaverk fyrri alda, að mati Sverris Jakobssonar miðaldasagnfræðings. Hann telur Snorra Sturluson lélegan liðsmann frjálshyggjumanna sem aðhyllast þá stefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um í nýjustu bók sinni sem kom út í fyrra. 5. desember 2021 10:00