Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 11:06 Þáttastjórnendurnir þrír eru meðal vinsælustu sjónvarpsmanna Fox News. Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira