Handbolti

Bjarki Már hafði betur í Ís­lendinga­slagnum | Teitur skoraði fjögur í stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo báru sigurorð af Janusi Daða Smárasyni og félögum hans í Göppingen í þýska handboltanum í dag.
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo báru sigurorð af Janusi Daða Smárasyni og félögum hans í Göppingen í þýska handboltanum í dag. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images

Íslendingarnir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta höfðu í nógu að snúast í dag, en af þeim fjórum leikjum sem voru að klárast rétt í þessu voru þeir í eldlínunni í þremur þeirra.

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo tóku á móti Janusi Daða Smárasyni og félögum í Göppingen. Jafnt var á öllum tölum fyrstu mínútur leiksins, en í stöðunni 8-8 tóku heimamenn yfir og náðu fjögurra marka forystu fyrir hálfleik. Staðan þegar gengið var til búningsherbergja var 15-11, Lemgo í vil.

Bjarki og félagar höfðu svo yfirhöndina allan seinni hálfleikinn og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Lokatölur urðu 34-26, en Bjarki Már skoraði átta mörk fyrir Lemgo og Janus Daði fjögur fyrir Göppingen.

Lemgo er nú í áttunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir 14 leiki, tveimur stigum á eftir Göppingen sem sitja í sjötta sæti og hafa leikið einum leik meira.

Þá unnu Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg  marka stórsigur er liðið tók á móti Leipzig.

Heimamenn í Flensburg höfðu fjögurra marka forystu í þegar flautað var til hálfleiks og náðu mest tólf marka forskoti í seinni hálfleik.

Lokatölur urðu 31-21 þar sem Teitur Örn skoraði fjögur fyrir heimamenn, en Flensburg er nú jafnt Fuchse Berlin í þriðja sæti með 20 stig eftir 14 leiki.

Að lokum skoraði Viggó Kristjánsson sex mörk fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson tvö er liðið tapaði með tólf mörkum gegn Hannover-Burgdorf, 22-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×