Tveimur hefur verið bjargað úr rústunum en fimm manns er enn saknað en þetta kemur fram í frétt RAI. Bæjarstjóri Ravanusa, Carmelo D´Angelo segir að engin börn séu meðal þeirra sem saknað er en fyrstu fréttir af atburðinum greindu frá því að tvö börn hefðu grafist í rústunum.
250 björgunarmenn eru að störfum við húsarústirnar. Talið er að í kjölfar gasleka hafi kviknað í gasi sem safnast hafði saman í dágóðan tíma. Yfirmaður almannavarna á svæðinu segir að það eigi eftir að rannsaka nánar út frá hverju hafi kviknað í. Í frétt RAI heldur yfirmaður Italgas því fram að farið hafi verið í eftirlitsferð fyrir nokkrum dögum og þá hafi enginn leki fundist.
#Ravanusa #crollo palazzina. recuperato dai #vigilidelfuoco il corpo purtroppo privo di vita di un donna. Sale a due il numero delle vittime, un uomo e una donna. Due donne estratte in vita dalle macerie [#12dicembre 07:45] pic.twitter.com/i9unjpK6HG
— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) December 12, 2021