Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. desember 2021 18:55 Rústir Mayfield Consumer Products kertaverksmiðjunnar í Mayfield. AP/Timothy D. Easley Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi fyrir miðnætti og virkjaði þjóðvarðliðið í ríkinu. Mannfall varð þegar miklar skemmdir urðu á vöruhúsi Amazon í Edwardsville, Illinois.St. Louis Post-Dispatch/Robert Cohen Um 110 manns voru í kertaverksmiðjunni í Mayfield þegar hvirfilbylurinn skall á byggingunni. Viðbragðsaðilar í Kentucky og liðsmenn þjóðvarðliðsins safnast nú saman í Mayfield til að taka þátt í leit og björgunaraðgerðum. Leitar- og björgunarteymi hafa leitað í rústum bygginganna í allan dag en lögregluyfirvöld gátu ekki staðfest að svo stöddu hversu mörg lík hafi fundist í rústunum. Að sögn lögreglu gæti það tekið heilan dag og jafnvel lengur að fjarlægja allt brakið á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í morgun að alríkisyfirvöld muni tryggja að þau ríki sem hafi orðið fyrir hvirfilbylnum „fái það sem þau þurfa.“ Chilling video shows the cries of a candle worker trapped inside a factory after a deadly tornado collapsed their building. Kyana Parsons-Perez is speaking out on this horrifying experience amid severe tornado storms across the country. pic.twitter.com/zsr0rhc3RQ— TODAY (@TODAYshow) December 11, 2021 Föst í tvo tíma Kyana Parsons-Perez, starfsmaður í kertaverksmiðjunni, var föst í minnst tvær klukkustundir undir 1,5 metra þykkum rústum áður en henni var bjargað. Hún sagði í samtali við þáttastjórnendur Today á NBC-sjónvarpsstöðinni að þetta hafi verið hryllilegasti viðburður sem hún hafi nokkurn tíma upplifað og að hún hafi haft litla trú á því að hún kæmi til með að lifa hamfarirnar af. Meðal þeirra sem aðstoðuðu við leitina í rústunum voru fangar sem sitja af sér dóm í nálægu fangelsi. „Þeir hefðu getað nýtt tækifærið til þess að strjúka eða eitthvað, en þeir gerðu það ekki. Þeir voru þarna að hjálpa okkur,“ sagði Kyana Parsons-Perez.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11. desember 2021 11:30