Óðinn Þór samdi við KA fyrir tímabilið og hefur skorað 96 mörk í aðeins 13 leikjum í Olís-deild karla til þessa. Þá er Óðinn Þór í 35 manna landsliðshóp Íslands sem undirbýr sig nú fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.
KA hefur ákveðið að aðstoða Guðjón Val Sigurðsson, þjálfara Gummersbach, en mikil meiðsli herja nú á félagið. Lærisveinar Guðjóns Vals tróna á toppi þýsku B-deildarinnar og stefna á að vinna sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor.
Óðinn Þór yrði þar með þriðji Íslendingurinn í leikmannahóp liðsins en Hákon Daði Styrmisson og Elliði Snær Viðarsson leika báðir með liðinu sem stendur.