Sjálfboðaliðastörf erlendis Karen Miller skrifar 10. desember 2021 12:30 Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun