Meiri skjátími, minni hreyfing og lítið grænmeti í faraldrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. desember 2021 13:01 Hugrún Snorradóttir segir börn hafa varið meiri tíma með foreldrum sínum en það hafi þó ekki endilega verið gæðastundir. Reykjavíkurborg Skjátími barna jókst, þau hreyfðu sig minna og borðuðu minna grænmeti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en fyrir hann. Þá voru menntaskólanemar meira einmana en áður. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar á heilsu og líðan borgarbúa í faraldrinum. Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður. Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður.
Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira