„Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson er aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Vonast er til að nýir rafmagnsbílar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun spari kostnað bæði í eldsneytiskaupum og viðhaldi. Engir James-Bond aukahlutir eru í bílunum og rafmagnsleysi gæti verið áskorun fyrir lögregluembætti á landsbyggðinni. Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Fyrstu bílarnir voru teknir í notkun í byrjun október en þeir eru af gerðinni Audi Q6. Farið var í sameiginlegt útboð fjögurra lögregluembætta vegna kaupanna og má áætla að heildarkostnaður nemi hundruðum milljóna króna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er fyrsta embættið í heiminum sem notar þessa tegund bíla í störfum sínum en síðan þeir voru keyptir hefur meðal annars lögreglan í London tekið í notkun sams konar bíla. „Aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina“ Bílarnir eru rafmagnsbílar og segir aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að nýju bílarnir séu útkallsbílar og hann hefur ekki áhyggjur af því að bílarnir verði rafmagnslausir í miðju útkalli. „Við á höfuðborgarsvæðinu erum með góða innviði og vegalengdirnar sem við erum að aka eru ekki svo langar,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. „Þessir bílar eiga að vera með um 600 kílómetra drægni. Það má gera ráð fyrir því þegar þú ekur í forgangi að þá fari tveir á móti einum að minnsta kosti, þannig að það verða aðrar áskoranir fyrir landsbyggðina.“ Vonar að það verði jafnmikill sparnaður í viðhaldi og eldsneyti Samkvæmt Ásgeiri ná nýju bílarnir hundrað kílómetra hraða á tæpum sex sekúndum og þar munar um 40% miðað við eldri bíla. „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir. Síðan það sem fylgir rafmagnsbílum er að þeir eru þyngri þannig að sérstaklega hér í borginni, þar sem við erum í forgangsakstri að eiga við mikið af hraðahindrunum og auka og minnka hraða, þá skiptir höfuðmáli að vera með gott fjöðrunarkerfi.“ Nýju lögreglubílarnir eru af gerðinni Audi Q6.Vísir/Vilhelm Eftir útboð var verð bílanna nánast það sama og á eldri Volvobifreiðum lögreglunnar og vonast Ásgeir eftir að þeim fylgi töluverður sparnaður. „Það sem við erum að vonast eftir, fyrir utan þessi grænu skref og milljónirnar sem við erum að spara í eldsneyti, því bíllinn er búinn til úr færri hlutum en þessi hefðbundni dísilbíll, er að það verði minni viðhaldskostnaður og það verði jafnmikill eða meiri sparnaður heldur en hráolían.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira