Skopstælingar? Hermann Stefánsson skrifar 10. desember 2021 08:41 „Ég veit að þetta er um margt óvenjuleg skáldsaga í samhengi íslenskrar bókmenntasögu,“ segir Guðni Elísson, höfundur skáldsögunnar Ljósgildran, í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson og gerir lýðum ljóst að hann búist við að geta reitt marga til reiði með bók sinni, enda fyrirsögnin: „Býður ekki upp á vellíðunarnasl fyrir hræddar sálir“ — sem er ekki langsótt að ætla að sé kafbátakennt skot ætlað Andra Snæ Magnasyni, höfundi „sjálfshjálparbókar fyrir hrædda þjóð“. Höfundur gerir að eigin sögn ekki ráð fyrir að verða „sérstakur augnakarl hjá bókmenntaelítu landsins eftir að hafa dregið hana sundur og saman í nöpru háði“. Þá er kannski athyglisverðast að prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands álíti sig eitthvað annað en hluta af bókmenntaelítu landsins, eða hvað merkir þá annars það hugtak? Eða tal um elítu yfirleitt, sem hefur jú verið evrópskum popúlistum hugleikið? Hverjir hafa völd í bókmenntum ef ekki prófessorar? Krossgátur Eitthvað fórst það nú fyrir að höfundi auðnaðist að gera fólk reitt; bókin fékk umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og algengasta orðið í ritdómunum var orðið „þreytandi“. Gagnrýnandi Fréttablaðsins (Kristján Jóhann Jónsson) var kurteis og velviljaður en lét að því liggja að bókin væri of lík nöldrinu á Facebook til að geta hafið sig yfir það sem skopstæling á því. Einn ritdómur komst nokkuð nálægt því að hampa bókinni sem því snilldarverki sem höfundur hefur sjálfir látið ítrekað í veðri vaka að hún sé, en það var gagnrýnandi Víðsjár, Gréta Sigríður Einarsdóttir, í dómi sem birtist upphaflega undir titlinum „Að ráða 800 blaðsíðna krossgátu“ (en af einhverjum ástæðum breyttist titillinn daginn eftir í „Vel smíðað en krefjandi meistarastykki“); og jafnvel sá vel skrifaði dómur var írónískur, krítískur og sjálfstæður og tiltók að það væri fyrir lengdina sem bókin gæti kallast stórvirki. Einn gagnrýnenda Kiljunnar sá ástæðu til að taka fram að honum væri vel við Guðna sjálfan, eins og gagnrýnandinn, Sverrir Norland, væri kominn til að dæma lifendur og dauða en ekki bók, sem að sönnu varð heldur ekki sagt að hann mælti með. Enda engin ástæða til að styggja Guðna Elísson, sem tæpast verður annað sagt en að sé dálítið auðstyggður. Bara verið að hanga á skrifstofunni að skoða gögn og svona? Enn birtist viðtal við Guðna á Vísi, tekið af sama blaðamanni, í tilefni af athugasemd á ansi fáförnu bloggi rithöfundarins Eiríks Arnar Norðdahl og bar viðtalið yfirskriftina „H.M.S. Hermann er ekki Hermann Stefánsson nema síður sé.“ Eiríkur Örn hafði sem sé lesið út úr bókinni að Guðni léti beiskju sína í garð undirritaðs stjórna miklu í bók sinni. Eiríkur sagði þetta vera dómgreindarleysi. Fólk mun víst hafa rétt á sínum skoðunum á bókum og fátítt að efna til viðtals út af slíku. Í viðtalinu situr Guðni með útgefanda sínum á skrifstofu sinni í Háskólanum og sýnir einhver gögn sem eiga að sanna að sögupersónan Hermann vísi ekki til undirritaðs, í ljósi þess að drög séu til að skáldsögunni frá árinu 2005. Það verður að heita harla kúnstugt að stíga fram með „gögn“ þegar ekki nokkur maður hefur hótað málsókn og ekki veit ég hvernig gögnin eiga að sýna þetta, þótt gömul séu, enda ekki fátítt að bækur séu lengi í ritun og taki breytingum. Athugasemd Guðna í viðtalinu um að það hafi „lengi verið einkenni á Hermanni Stefánssyni sem rithöfundi að taka yfir annarra manna texta“ er í meira lagi furðuleg, svo ekki sé sagt grunnhyggin bókmenntafræði, nú, eða bara hreint rugl. Þetta er vel að merkja ekki athugasemd um skáldaða persónu heldur raunverulegan rithöfund, mig, og hún kemur frá valdamanni í íslensku bókmenntalífi. Ég hef aldrei yfirtekið texta nokkurs manns og slík orð eiga ekki við um mig fremur en til dæmis marga aðra höfunda sögulegra skáldsagna. Ha? Er verið að tala um „hlandmaur“ eins og í bókinni? Fleira í þessu viðtali gefur tilefni til að ekki sé alveg farið eftir þeirri „virðingu fyrir djúpstæðum gildum“ sem Guðni getur um í fyrra viðtalinu. Þannig segir útgefandinn, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, alveg rakalaust, að ég hafi hringt út um allt land. Sannleikurinn er sá að ég hef ekki hringt í eina einustu hræðu, það er búið að leggja svæðisnúmer niður og mér vitandi hefur Sigrún engan aðgang að skrá yfir símtöl mín, enda skilst mér að ég megi hringja í þá sem mér sýnist ef ég væri ekki svona lítið gefinn fyrir það. Hvernig manneskja liggur í símanum alla daga út af bók? Einhvers konar sturlaður „hlandmaur“ eins og kemur fyrir í bók Guðna? Hún fullyrðir einnig og hefur, að ætla má, eftir höfundinum að ég hafi skrifað Guðna fjölmörg bréf áður en bókin kom út, en henni láist að geta þess hvert erindið var. Ég bauð Guðna sem sé heim til mín í kaffi og bókaskipti í tilefni þess að ég ætti nafna í bókinni. Við Guðni erum nágrannar. Ætli póstarnir hafi ekki verið þrír, allir jafn kurteislegir af minni hálfu, ég byrjaði á að óska höfundi til hamingju með bókina. Þótt ótrúlegt megi virðast tók Guðni afar illa í þetta kurteislega boð og hirti lítt um það þótt ég segði honum að það væri meira en guðvelkomið að nota mig sem sögupersónu, það hafa fleiri gert. Ef nágrannar geta ekki komið í kaffi, hvað þá? Og af hverju? Er það vegna þess að þeir hafa kallað viðkomandi „hlandmaur“ í skáldverki? Hvað veit ég. Vil ég vita það? Að auki tiltaka þau í viðtalinu einhvern ónafngreindan menningarvita sem hafi hringt í þau og jafnvel haft í hótunum. Ekki hef ég hugmynd um hver það er. Yfirleitt er þrifalegast að nefna fólk með nafni ef maður ætlar að brigsla því um eitthvað. Er heiðarlegra að drepa bara nafngreint fólk í texta? Fyrir jólin kom út bók eftir Braga Pál Sigurðsson sem heitir Arnaldur Indriðason deyr og ekki er verið að fara í felur með neitt ef marka má þann titil og viðtöl við Braga Pál. Er þetta ekki með sínum hætti alveg til fyrirmyndar? Ámóta hefur áður verið gert. Engin dul, ekki komið aftan að neinum. Satt að segja hélt ég að með þannig bókum væri hugmyndin um lykilsögu sem höfundur afneitar sem slíkri endanlega úr sögunni. Grímuleikir — en ekki allir eru grímuklæddir á dansleiknum Ef ekki hefur komið út bók eins og Ljósgildran í íslenskri bókmenntasögu er ástæðan tæpast sú að ekki hafi verið skrifaðir lykilrómanar á Íslandi. Þeir hafa sannarlega verið skrifaðir og eiga það allir sameiginlegt, eins og bókmenntafræðingar eiga að vita, að höfundar þeirra hafa undantekningarlítið neitað því að þeir séu lykilrómanar. Enda fer Guðni ekki í felur með að skotið sé á Gunnar Smára Egilsson í bókinni þar sem hann gengur undir nafninu Gunnar rauði; Ólafur Ragnar er lítt dulbúinn, sem og kona hans sem kölluð er Kapítóla, meðal annars eftir efnahag að vænta má, og forsætisráðherra landsins ber mikinn keim af Bjarna Benediktssyni, þótt óljósara sé hvað Píratinn Halldóra Mogensen er að gera þarna. Auðvitað eru persónur samsettar, forsetinn getur eins verið Guðni Th., Halldóra alveg eins vísað í sögupersónu eftir Halldór Laxness og skoðanir H.M.S. Hermanns eiga ekkert skylt við mínar skoðanir, þótt hitt megi til sanns vegar færa að Guðni endurbirtir lítið breyttan eigin pistil úr eldri bók sinni (Rekferðir, 2011) um skötuát og „breytir“ úr pistli í skáldskap. Það má stela frá sjálfum sér þótt ritstuldur sé að öðru leyti glæpsamlegur. Frá hvað? Hamri? Eru reykingar óhollar? Rétt er að nótera að engin skot eru á kostnað höfundarins sjálfs í bókinni, öfugt við það sem finna má hjá höfundum eins og Þórbergi Þórðarsyni. Þórbergur gerir mest grín að sjálfum sér, Guðni gerir það aldrei. Svo knosaður hrossahúmor eins og í bók Guðna — að kalla Þorstein frá Hamri „Þorstein frá Harmi“!?! (bls. 642). Þykir fólki þetta í alvöru fyndin hnyttni? — kann að höfða til sumra en sjálfum finnst mér fyndnast þegar fólk gerir grín að sjálfu sér. Það er smekksatriði. Gefið mér þá frekar Þórberg. Guðna virðist þykja forvitnileg spurning hvort þrjótur/fantur eins og H.M.S. Hermann geti haft á réttu að standa. Þeirri spurningu er held ég auðsvarað: Adolf Hitler áleit reykingar óhollar. Það var alveg laukrétt hjá þeim þrjóti. Bólugrafinn sláni og hlunkur? Upp úr síðara viðtalinu á Vísi spannst svolítil umræða á fésbókarvegg Egils Helgasonar þar sem Eiríkur Örn tók til varna. Hann gat þess að höfundi hefði verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að fólk drægi þá ályktun að ekki væri ein persóna, H.M.S. Hermann, undanþegin lykilrómanselementinu með því til dæmis að sleppa því að láta hana eiga heima á nákvæmlega sama stað og undirritaður, í kjallara í Þingholtunum, sem greint er frá tíu sinnum í bókinni og sífellt nákvæmar, kjallara neðarlega í Þingholtunum. Eiríkur leiðréttir líka Egil Helgason sem ekki kveðst hafa komið auga á skopstælingu af sjálfum sér í bókinni með því að benda á að Egill sé bólugrafni sláninn sem þýði T.S. Eliot. Líklega er Eiríkur of kurteis til að nefna að í fylgd með slánanum er persóna sem ýmist er nefnd „keppur“ eða „hlunkur“, enda óljóst við hvern er átt. Fígúrur Ég er sammála öllum meginþorra gagnrýnenda sem benda á að nóvella framarlega í bók Guðna (frá bls. 91) er verulega vel heppnuð og hefði staðið vel ein og sér og verið sérlega gott byrjendaverk. En það hefur verið sérstakt að fylgjast með viðtökum Ljósgildrunnar eftir Guðna Elísson. Aldrei áður hefur fyrsta skáldverk höfundar fengið umfjöllun í öllum helstu fjölmiðlum. Og ég held að leita þurfi langt aftur til að finna ámóta sjálfhælni rithöfundar — en þó er hún skiljanleg, flestir rithöfundar kannast við sæluvímuna við að koma saman bók og álíta hana snilldarverk, þótt þeir hafi alla jafna rænu á að láta brá svolítið af sér áður en þeir mæta í viðtöl. Í þessum viðtölum hefur Guðni orðið nokkuð spaugilegur, hvort sem það er í Kiljunni með því að fullyrða um alla íslenska rithöfunda að enginn þeirra lesi neitt, nema hann sjálfur, eða með því að vandræðast á skrifstofu sinni yfir einhverjum „gögnum“, eða með því að bakka alfarið með þá hugmynd að bókin sé að nokkru leyti lykilróman en benda á að þeir sem lesi einvörðungu þann þátt hennar missi af svo ótalmörgu öðru merkilegu sem í henni sé að finna, svo sem vísanir, sem af er yfrið nóg. Og helst eigi að lesa bókina ótal sinnum. Öll þessi frasamennska hefur breytt ímynd Guðna úr manni sem ég sjálfur hélt að væri ljóngáfaður yfir í dálítið spaugilega fígúru. Það má svo sem vel vera að sjálfur sé ég spaugileg fígúra í margra augum en það verður að hafa það. Meðmæli Ég myndi mæla með því að lesa Ljósgildruna frá blaðsíðu 91 og út þá nóvellu sem þar hefst, og er ljómandi góð. Hún er fljótlesin, enda blaðsíðufjöldinn blekkjandi, spássíur stórar og textinn gisinn. Annað er að mínu mati og flestra gagnrýnenda töluvert síðra. Höfuðkostur bókarinnar að mati höfundar er að á blaðsíðu 400, nákvæmlega í miðjunni, hittast aðalsöguhetjurnar tvær. Slíkar speglanir eru fráleitt nokkur bókmenntaleg nýjung. Af þeim lesendum bókarinnar sem ég hef haft tal af hefur enginn sagt annað en að í henni væri persóna sem héti Hermann og bæri einhvern keim af mér. Auðvitað má síðan neita þessu eins oft og maður vill, sama hversu margir komast að sömu niðurstöðu án minnar aðkomu. Og þeir eru ansi margir, gott ef ekki allir sem einhverja innsýn hafa í íslenskar bókmenntir. Að tjá sig fljótt eða þegja til eilífðarnóns Fremur vil ég tjá mig strax en að þegja. Það freistar mín ekki að eyða mörgum árum í að skrifa um persónu að nafni PR Guðni eða eitthvað slíkt og rembast svo við að neita nokkrum tengslum. Er það tilgangur bókmennta? Hvað um þroskun sjálfsins? Hvað um víðsýni, sjálfsþekkingu, mannþekkingu, breyskar manneskjur, fremur en alillar eða algóðar? Hvað um skilning á heiminum? Hitt þykir mér meiri freisting, að fyrirgefa alveg óumbeðinn alla þá rætni og heiftrækni sem kann eða kann ekki að vera að finna í bók Guðna Elíssonar og tengjast mér með beinum eða óbeinum hætti. Það er kærleikurinn sem sigrar. Líði mér illa í hjartanu verð ég meinbægninni hæglega að bráð og skrifa eftir því. Þetta eru gömul sannindi. En ég get ekki gert öllum til hæfis og þannig verður það að vera. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
„Ég veit að þetta er um margt óvenjuleg skáldsaga í samhengi íslenskrar bókmenntasögu,“ segir Guðni Elísson, höfundur skáldsögunnar Ljósgildran, í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson og gerir lýðum ljóst að hann búist við að geta reitt marga til reiði með bók sinni, enda fyrirsögnin: „Býður ekki upp á vellíðunarnasl fyrir hræddar sálir“ — sem er ekki langsótt að ætla að sé kafbátakennt skot ætlað Andra Snæ Magnasyni, höfundi „sjálfshjálparbókar fyrir hrædda þjóð“. Höfundur gerir að eigin sögn ekki ráð fyrir að verða „sérstakur augnakarl hjá bókmenntaelítu landsins eftir að hafa dregið hana sundur og saman í nöpru háði“. Þá er kannski athyglisverðast að prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands álíti sig eitthvað annað en hluta af bókmenntaelítu landsins, eða hvað merkir þá annars það hugtak? Eða tal um elítu yfirleitt, sem hefur jú verið evrópskum popúlistum hugleikið? Hverjir hafa völd í bókmenntum ef ekki prófessorar? Krossgátur Eitthvað fórst það nú fyrir að höfundi auðnaðist að gera fólk reitt; bókin fékk umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og algengasta orðið í ritdómunum var orðið „þreytandi“. Gagnrýnandi Fréttablaðsins (Kristján Jóhann Jónsson) var kurteis og velviljaður en lét að því liggja að bókin væri of lík nöldrinu á Facebook til að geta hafið sig yfir það sem skopstæling á því. Einn ritdómur komst nokkuð nálægt því að hampa bókinni sem því snilldarverki sem höfundur hefur sjálfir látið ítrekað í veðri vaka að hún sé, en það var gagnrýnandi Víðsjár, Gréta Sigríður Einarsdóttir, í dómi sem birtist upphaflega undir titlinum „Að ráða 800 blaðsíðna krossgátu“ (en af einhverjum ástæðum breyttist titillinn daginn eftir í „Vel smíðað en krefjandi meistarastykki“); og jafnvel sá vel skrifaði dómur var írónískur, krítískur og sjálfstæður og tiltók að það væri fyrir lengdina sem bókin gæti kallast stórvirki. Einn gagnrýnenda Kiljunnar sá ástæðu til að taka fram að honum væri vel við Guðna sjálfan, eins og gagnrýnandinn, Sverrir Norland, væri kominn til að dæma lifendur og dauða en ekki bók, sem að sönnu varð heldur ekki sagt að hann mælti með. Enda engin ástæða til að styggja Guðna Elísson, sem tæpast verður annað sagt en að sé dálítið auðstyggður. Bara verið að hanga á skrifstofunni að skoða gögn og svona? Enn birtist viðtal við Guðna á Vísi, tekið af sama blaðamanni, í tilefni af athugasemd á ansi fáförnu bloggi rithöfundarins Eiríks Arnar Norðdahl og bar viðtalið yfirskriftina „H.M.S. Hermann er ekki Hermann Stefánsson nema síður sé.“ Eiríkur Örn hafði sem sé lesið út úr bókinni að Guðni léti beiskju sína í garð undirritaðs stjórna miklu í bók sinni. Eiríkur sagði þetta vera dómgreindarleysi. Fólk mun víst hafa rétt á sínum skoðunum á bókum og fátítt að efna til viðtals út af slíku. Í viðtalinu situr Guðni með útgefanda sínum á skrifstofu sinni í Háskólanum og sýnir einhver gögn sem eiga að sanna að sögupersónan Hermann vísi ekki til undirritaðs, í ljósi þess að drög séu til að skáldsögunni frá árinu 2005. Það verður að heita harla kúnstugt að stíga fram með „gögn“ þegar ekki nokkur maður hefur hótað málsókn og ekki veit ég hvernig gögnin eiga að sýna þetta, þótt gömul séu, enda ekki fátítt að bækur séu lengi í ritun og taki breytingum. Athugasemd Guðna í viðtalinu um að það hafi „lengi verið einkenni á Hermanni Stefánssyni sem rithöfundi að taka yfir annarra manna texta“ er í meira lagi furðuleg, svo ekki sé sagt grunnhyggin bókmenntafræði, nú, eða bara hreint rugl. Þetta er vel að merkja ekki athugasemd um skáldaða persónu heldur raunverulegan rithöfund, mig, og hún kemur frá valdamanni í íslensku bókmenntalífi. Ég hef aldrei yfirtekið texta nokkurs manns og slík orð eiga ekki við um mig fremur en til dæmis marga aðra höfunda sögulegra skáldsagna. Ha? Er verið að tala um „hlandmaur“ eins og í bókinni? Fleira í þessu viðtali gefur tilefni til að ekki sé alveg farið eftir þeirri „virðingu fyrir djúpstæðum gildum“ sem Guðni getur um í fyrra viðtalinu. Þannig segir útgefandinn, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, alveg rakalaust, að ég hafi hringt út um allt land. Sannleikurinn er sá að ég hef ekki hringt í eina einustu hræðu, það er búið að leggja svæðisnúmer niður og mér vitandi hefur Sigrún engan aðgang að skrá yfir símtöl mín, enda skilst mér að ég megi hringja í þá sem mér sýnist ef ég væri ekki svona lítið gefinn fyrir það. Hvernig manneskja liggur í símanum alla daga út af bók? Einhvers konar sturlaður „hlandmaur“ eins og kemur fyrir í bók Guðna? Hún fullyrðir einnig og hefur, að ætla má, eftir höfundinum að ég hafi skrifað Guðna fjölmörg bréf áður en bókin kom út, en henni láist að geta þess hvert erindið var. Ég bauð Guðna sem sé heim til mín í kaffi og bókaskipti í tilefni þess að ég ætti nafna í bókinni. Við Guðni erum nágrannar. Ætli póstarnir hafi ekki verið þrír, allir jafn kurteislegir af minni hálfu, ég byrjaði á að óska höfundi til hamingju með bókina. Þótt ótrúlegt megi virðast tók Guðni afar illa í þetta kurteislega boð og hirti lítt um það þótt ég segði honum að það væri meira en guðvelkomið að nota mig sem sögupersónu, það hafa fleiri gert. Ef nágrannar geta ekki komið í kaffi, hvað þá? Og af hverju? Er það vegna þess að þeir hafa kallað viðkomandi „hlandmaur“ í skáldverki? Hvað veit ég. Vil ég vita það? Að auki tiltaka þau í viðtalinu einhvern ónafngreindan menningarvita sem hafi hringt í þau og jafnvel haft í hótunum. Ekki hef ég hugmynd um hver það er. Yfirleitt er þrifalegast að nefna fólk með nafni ef maður ætlar að brigsla því um eitthvað. Er heiðarlegra að drepa bara nafngreint fólk í texta? Fyrir jólin kom út bók eftir Braga Pál Sigurðsson sem heitir Arnaldur Indriðason deyr og ekki er verið að fara í felur með neitt ef marka má þann titil og viðtöl við Braga Pál. Er þetta ekki með sínum hætti alveg til fyrirmyndar? Ámóta hefur áður verið gert. Engin dul, ekki komið aftan að neinum. Satt að segja hélt ég að með þannig bókum væri hugmyndin um lykilsögu sem höfundur afneitar sem slíkri endanlega úr sögunni. Grímuleikir — en ekki allir eru grímuklæddir á dansleiknum Ef ekki hefur komið út bók eins og Ljósgildran í íslenskri bókmenntasögu er ástæðan tæpast sú að ekki hafi verið skrifaðir lykilrómanar á Íslandi. Þeir hafa sannarlega verið skrifaðir og eiga það allir sameiginlegt, eins og bókmenntafræðingar eiga að vita, að höfundar þeirra hafa undantekningarlítið neitað því að þeir séu lykilrómanar. Enda fer Guðni ekki í felur með að skotið sé á Gunnar Smára Egilsson í bókinni þar sem hann gengur undir nafninu Gunnar rauði; Ólafur Ragnar er lítt dulbúinn, sem og kona hans sem kölluð er Kapítóla, meðal annars eftir efnahag að vænta má, og forsætisráðherra landsins ber mikinn keim af Bjarna Benediktssyni, þótt óljósara sé hvað Píratinn Halldóra Mogensen er að gera þarna. Auðvitað eru persónur samsettar, forsetinn getur eins verið Guðni Th., Halldóra alveg eins vísað í sögupersónu eftir Halldór Laxness og skoðanir H.M.S. Hermanns eiga ekkert skylt við mínar skoðanir, þótt hitt megi til sanns vegar færa að Guðni endurbirtir lítið breyttan eigin pistil úr eldri bók sinni (Rekferðir, 2011) um skötuát og „breytir“ úr pistli í skáldskap. Það má stela frá sjálfum sér þótt ritstuldur sé að öðru leyti glæpsamlegur. Frá hvað? Hamri? Eru reykingar óhollar? Rétt er að nótera að engin skot eru á kostnað höfundarins sjálfs í bókinni, öfugt við það sem finna má hjá höfundum eins og Þórbergi Þórðarsyni. Þórbergur gerir mest grín að sjálfum sér, Guðni gerir það aldrei. Svo knosaður hrossahúmor eins og í bók Guðna — að kalla Þorstein frá Hamri „Þorstein frá Harmi“!?! (bls. 642). Þykir fólki þetta í alvöru fyndin hnyttni? — kann að höfða til sumra en sjálfum finnst mér fyndnast þegar fólk gerir grín að sjálfu sér. Það er smekksatriði. Gefið mér þá frekar Þórberg. Guðna virðist þykja forvitnileg spurning hvort þrjótur/fantur eins og H.M.S. Hermann geti haft á réttu að standa. Þeirri spurningu er held ég auðsvarað: Adolf Hitler áleit reykingar óhollar. Það var alveg laukrétt hjá þeim þrjóti. Bólugrafinn sláni og hlunkur? Upp úr síðara viðtalinu á Vísi spannst svolítil umræða á fésbókarvegg Egils Helgasonar þar sem Eiríkur Örn tók til varna. Hann gat þess að höfundi hefði verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að fólk drægi þá ályktun að ekki væri ein persóna, H.M.S. Hermann, undanþegin lykilrómanselementinu með því til dæmis að sleppa því að láta hana eiga heima á nákvæmlega sama stað og undirritaður, í kjallara í Þingholtunum, sem greint er frá tíu sinnum í bókinni og sífellt nákvæmar, kjallara neðarlega í Þingholtunum. Eiríkur leiðréttir líka Egil Helgason sem ekki kveðst hafa komið auga á skopstælingu af sjálfum sér í bókinni með því að benda á að Egill sé bólugrafni sláninn sem þýði T.S. Eliot. Líklega er Eiríkur of kurteis til að nefna að í fylgd með slánanum er persóna sem ýmist er nefnd „keppur“ eða „hlunkur“, enda óljóst við hvern er átt. Fígúrur Ég er sammála öllum meginþorra gagnrýnenda sem benda á að nóvella framarlega í bók Guðna (frá bls. 91) er verulega vel heppnuð og hefði staðið vel ein og sér og verið sérlega gott byrjendaverk. En það hefur verið sérstakt að fylgjast með viðtökum Ljósgildrunnar eftir Guðna Elísson. Aldrei áður hefur fyrsta skáldverk höfundar fengið umfjöllun í öllum helstu fjölmiðlum. Og ég held að leita þurfi langt aftur til að finna ámóta sjálfhælni rithöfundar — en þó er hún skiljanleg, flestir rithöfundar kannast við sæluvímuna við að koma saman bók og álíta hana snilldarverk, þótt þeir hafi alla jafna rænu á að láta brá svolítið af sér áður en þeir mæta í viðtöl. Í þessum viðtölum hefur Guðni orðið nokkuð spaugilegur, hvort sem það er í Kiljunni með því að fullyrða um alla íslenska rithöfunda að enginn þeirra lesi neitt, nema hann sjálfur, eða með því að vandræðast á skrifstofu sinni yfir einhverjum „gögnum“, eða með því að bakka alfarið með þá hugmynd að bókin sé að nokkru leyti lykilróman en benda á að þeir sem lesi einvörðungu þann þátt hennar missi af svo ótalmörgu öðru merkilegu sem í henni sé að finna, svo sem vísanir, sem af er yfrið nóg. Og helst eigi að lesa bókina ótal sinnum. Öll þessi frasamennska hefur breytt ímynd Guðna úr manni sem ég sjálfur hélt að væri ljóngáfaður yfir í dálítið spaugilega fígúru. Það má svo sem vel vera að sjálfur sé ég spaugileg fígúra í margra augum en það verður að hafa það. Meðmæli Ég myndi mæla með því að lesa Ljósgildruna frá blaðsíðu 91 og út þá nóvellu sem þar hefst, og er ljómandi góð. Hún er fljótlesin, enda blaðsíðufjöldinn blekkjandi, spássíur stórar og textinn gisinn. Annað er að mínu mati og flestra gagnrýnenda töluvert síðra. Höfuðkostur bókarinnar að mati höfundar er að á blaðsíðu 400, nákvæmlega í miðjunni, hittast aðalsöguhetjurnar tvær. Slíkar speglanir eru fráleitt nokkur bókmenntaleg nýjung. Af þeim lesendum bókarinnar sem ég hef haft tal af hefur enginn sagt annað en að í henni væri persóna sem héti Hermann og bæri einhvern keim af mér. Auðvitað má síðan neita þessu eins oft og maður vill, sama hversu margir komast að sömu niðurstöðu án minnar aðkomu. Og þeir eru ansi margir, gott ef ekki allir sem einhverja innsýn hafa í íslenskar bókmenntir. Að tjá sig fljótt eða þegja til eilífðarnóns Fremur vil ég tjá mig strax en að þegja. Það freistar mín ekki að eyða mörgum árum í að skrifa um persónu að nafni PR Guðni eða eitthvað slíkt og rembast svo við að neita nokkrum tengslum. Er það tilgangur bókmennta? Hvað um þroskun sjálfsins? Hvað um víðsýni, sjálfsþekkingu, mannþekkingu, breyskar manneskjur, fremur en alillar eða algóðar? Hvað um skilning á heiminum? Hitt þykir mér meiri freisting, að fyrirgefa alveg óumbeðinn alla þá rætni og heiftrækni sem kann eða kann ekki að vera að finna í bók Guðna Elíssonar og tengjast mér með beinum eða óbeinum hætti. Það er kærleikurinn sem sigrar. Líði mér illa í hjartanu verð ég meinbægninni hæglega að bráð og skrifa eftir því. Þetta eru gömul sannindi. En ég get ekki gert öllum til hæfis og þannig verður það að vera. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar