„Þetta verður örugglega algjört ævintýri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2021 17:50 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Það ræðst í kvöld hvort að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson fari með sigur af hólmi í sænsku Idol-söngkeppninni. Úrslitin hefjast í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma í Globen-risahöllinni í Stokkhólmi. Við hittum Elvý Hreinsdóttir, móður Birkis Blæs á Akureyri í gær, skömmu áður en hún og fjölskyldan lagði af stað til Stokkhólms til að vera viðstödd keppnina. Hún hafði alltaf trú á sínum manni. „Maður auðvitað þorði ekkert að segja það upphátt en ég verð samt alveg að viðurkenna að ég hafði alveg trú á því. Ég hef allan tímann vitað hvað hann getur. Er búin að fylgja honum í hans músík mjög lengi. Ég hef vitað lengi hversu frábær söngvari hann er,“ segir Elvý. Sænska þjóðin virðist sammála Elvý en hver töfraframmistaðan á eftir annarri hefur skilað honum örugglega í tveggja manna úrslitin. Elvý segir Birki eiga heima á sviðinu. „Það er kannski fyrir honum auðveldi parturinn af þessu Það er kannski allt hitt sem fylgir, öll viðtölin og allt stjónvarpsdæmið og það allt saman sem kannski fer aðeins út fyrir þægindarammann heldur en tónlistin sjálf,“ segir Elvý. Hún og fjölskyldan flugu út í morgun til að vera viðstödd keppnina og spenningurinn er mikill. „Þetta verður örugglega algjört ævintýri. Ég hef aldrei komið í þessa tónleikahöll, það verður gaman að sjá hann á svona stóru sviði, aldrei séð hann á svona stóru sviði, þetta verður skemmtilegt held ég,“ segir hún. Hvernig heldurðu að það verði fyrir mömmuna að sjá litla drenginn sinn á stóra sviðinu í kvöld? „Það verður bara held ég gaman, en auðvitað er ég að fara að vera rosalega stressuð. Við ætlum bara að njóta. Við erum að fara öll fjölskyldan bara að hafa gaman. Ég vona að hann njóti sín í botn og þá verður þetta bara geggjað, ekki spurning.“ Bíó og sjónvarp Akureyri Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Sjá meira
Úrslitin hefjast í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma í Globen-risahöllinni í Stokkhólmi. Við hittum Elvý Hreinsdóttir, móður Birkis Blæs á Akureyri í gær, skömmu áður en hún og fjölskyldan lagði af stað til Stokkhólms til að vera viðstödd keppnina. Hún hafði alltaf trú á sínum manni. „Maður auðvitað þorði ekkert að segja það upphátt en ég verð samt alveg að viðurkenna að ég hafði alveg trú á því. Ég hef allan tímann vitað hvað hann getur. Er búin að fylgja honum í hans músík mjög lengi. Ég hef vitað lengi hversu frábær söngvari hann er,“ segir Elvý. Sænska þjóðin virðist sammála Elvý en hver töfraframmistaðan á eftir annarri hefur skilað honum örugglega í tveggja manna úrslitin. Elvý segir Birki eiga heima á sviðinu. „Það er kannski fyrir honum auðveldi parturinn af þessu Það er kannski allt hitt sem fylgir, öll viðtölin og allt stjónvarpsdæmið og það allt saman sem kannski fer aðeins út fyrir þægindarammann heldur en tónlistin sjálf,“ segir Elvý. Hún og fjölskyldan flugu út í morgun til að vera viðstödd keppnina og spenningurinn er mikill. „Þetta verður örugglega algjört ævintýri. Ég hef aldrei komið í þessa tónleikahöll, það verður gaman að sjá hann á svona stóru sviði, aldrei séð hann á svona stóru sviði, þetta verður skemmtilegt held ég,“ segir hún. Hvernig heldurðu að það verði fyrir mömmuna að sjá litla drenginn sinn á stóra sviðinu í kvöld? „Það verður bara held ég gaman, en auðvitað er ég að fara að vera rosalega stressuð. Við ætlum bara að njóta. Við erum að fara öll fjölskyldan bara að hafa gaman. Ég vona að hann njóti sín í botn og þá verður þetta bara geggjað, ekki spurning.“
Bíó og sjónvarp Akureyri Tónlist Svíþjóð Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25 Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Fleiri fréttir Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Sjá meira
Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. 20. nóvember 2021 12:13
Birkir Blær kominn í úrslit sænska Idol Birkir Blær Óðinsson komst í kvöld áfram í undanúrslitaþætti sænska Idol. Hann keppir því til úrslita í keppninni á föstudaginn. 3. desember 2021 22:25