Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Hjörtur Leó Guðjónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 9. desember 2021 22:07 Henry Birgir Gunnarsson, Hannes S. Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásmundur Einar Daðason í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að bregðast ekki við ákalli íþróttahreyfingarinnar um að bæta aðstöðu hópíþrótta en hátt í sextíu ár eru nú liðin frá því að Laugardalshöllin var vígð. Þá hafa forsvarsmenn knattspyrnuhreyfingarinnar lengi kallað eftir byggingu nýs Laugardalsvallar en íþróttamannvirkin uppfylla ekki lengur allar kröfur alþjóðasambanda fyrir leiki á efsta stigi. Er því raunveruleg hætta á því að heimaleikir landsliða í hinum ýmsu greinum verði að óbreyttu spilaðir á erlendri grundu. Málefni þjóðarleikvanga voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Ásmundur Einar svaraði þar fyrir stefnu stjórnvalda varðandi uppbyggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir fótbolta, inniíþróttir og frjálsíþróttir. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, og Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tóku einnig þátt í umræðunum. Fundaði fyrst með íþróttahreyfingunni Ásmundur Einar sagði ekki síður mikilvægt að hafa í huga að umrædd mannvirki nýtist fleirum en bara afrekslandsliðum Íslands. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem verður efst á mínum forgangslista á þessu kjörtímabili. Ég geri ráð fyrir því að mitt fyrsta mál sem fari inn í ríkisstjórn varði þetta mál. Fyrsti fundurinn sem ég tók sem ráðherra var við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og með sérsamböndunum í gær, og fyrsta heimsóknin líka. Það er líka til þess að undirstrika mikilvægi þessa málaflokks, af því að ég bara þekki það og hef séð það.“ Ásmundur bætti við að það væri mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að sjá að aukin samstaða ríki um málið innan íþróttahreyfingarinnar. Hann fagni því þar sem það skipti máli að sameiginleg rödd komi úr þeirri átt. Horfa má á umræðuþáttinn í heild sinni í spilaranum fyrir neðan. Pallborðið KSÍ Handbolti Fótbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir ekkert því til fyrirstöðu að frjálsar íþróttir fái eigin þjóðarleikvang í Laugardal „Með því að frjálsar hafi ekki pláss lengur á Laugardalsvelli þá þurfum við nýjan leikvang,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. september 2021 19:30 „Nauðsynlegt að byggja nýjan Laugardalsvöll“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að byrjað verði að spila á nýjum Laugardalsvelli á allra næstu árum. 8. janúar 2021 12:00 Ekki mikill kostnaðarmunur á að reisa nýja höll fyrir 5.000 eða 8.600 áhorfendur Starfshópi um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir þykir æskilegast að ný höll rísi í Laugardalnum í Reykjavík. 18. september 2020 16:01 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að bregðast ekki við ákalli íþróttahreyfingarinnar um að bæta aðstöðu hópíþrótta en hátt í sextíu ár eru nú liðin frá því að Laugardalshöllin var vígð. Þá hafa forsvarsmenn knattspyrnuhreyfingarinnar lengi kallað eftir byggingu nýs Laugardalsvallar en íþróttamannvirkin uppfylla ekki lengur allar kröfur alþjóðasambanda fyrir leiki á efsta stigi. Er því raunveruleg hætta á því að heimaleikir landsliða í hinum ýmsu greinum verði að óbreyttu spilaðir á erlendri grundu. Málefni þjóðarleikvanga voru til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Ásmundur Einar svaraði þar fyrir stefnu stjórnvalda varðandi uppbyggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir fótbolta, inniíþróttir og frjálsíþróttir. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, og Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, tóku einnig þátt í umræðunum. Fundaði fyrst með íþróttahreyfingunni Ásmundur Einar sagði ekki síður mikilvægt að hafa í huga að umrædd mannvirki nýtist fleirum en bara afrekslandsliðum Íslands. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem verður efst á mínum forgangslista á þessu kjörtímabili. Ég geri ráð fyrir því að mitt fyrsta mál sem fari inn í ríkisstjórn varði þetta mál. Fyrsti fundurinn sem ég tók sem ráðherra var við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og með sérsamböndunum í gær, og fyrsta heimsóknin líka. Það er líka til þess að undirstrika mikilvægi þessa málaflokks, af því að ég bara þekki það og hef séð það.“ Ásmundur bætti við að það væri mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að sjá að aukin samstaða ríki um málið innan íþróttahreyfingarinnar. Hann fagni því þar sem það skipti máli að sameiginleg rödd komi úr þeirri átt. Horfa má á umræðuþáttinn í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Pallborðið KSÍ Handbolti Fótbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir ekkert því til fyrirstöðu að frjálsar íþróttir fái eigin þjóðarleikvang í Laugardal „Með því að frjálsar hafi ekki pláss lengur á Laugardalsvelli þá þurfum við nýjan leikvang,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. september 2021 19:30 „Nauðsynlegt að byggja nýjan Laugardalsvöll“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að byrjað verði að spila á nýjum Laugardalsvelli á allra næstu árum. 8. janúar 2021 12:00 Ekki mikill kostnaðarmunur á að reisa nýja höll fyrir 5.000 eða 8.600 áhorfendur Starfshópi um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir þykir æskilegast að ný höll rísi í Laugardalnum í Reykjavík. 18. september 2020 16:01 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Segir ekkert því til fyrirstöðu að frjálsar íþróttir fái eigin þjóðarleikvang í Laugardal „Með því að frjálsar hafi ekki pláss lengur á Laugardalsvelli þá þurfum við nýjan leikvang,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. september 2021 19:30
„Nauðsynlegt að byggja nýjan Laugardalsvöll“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að byrjað verði að spila á nýjum Laugardalsvelli á allra næstu árum. 8. janúar 2021 12:00
Ekki mikill kostnaðarmunur á að reisa nýja höll fyrir 5.000 eða 8.600 áhorfendur Starfshópi um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir þykir æskilegast að ný höll rísi í Laugardalnum í Reykjavík. 18. september 2020 16:01