Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gærkvöldi að leiknum yrði frestað. Þá hafði frestunin ekki verið staðfest af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, og því voru forsvarsmenn Rennes heldur óánægðir með einhliða ákvörðun Tottenham.
UEFA staðfesti þó ákvörðun Tottenham seint í gærkvöldi og því verður leikurinn ekki leikinn í kvöld.
BREAKING: UEFA has confirmed Tottenham's Europa Conference League match against Rennes is off after a Covid-19 outbreak at the Premier League club.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 9, 2021
Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir Tottenham, en liðið þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr í öðru sæti G-riðils með sjö stig, jafn mörg og Vitesse sem leikur gegn botnliði NS Mura í kvöld. Rennes hefur nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum.
Forsvarsmenn liðanna vinna nú í sameiningu með UEFA að því að finna nýjan leiktíma sem hentar báðum liðum.
Þá hefur enn ekki fengist staðfesting á því hvort að leik Tottenham og Brighton í ensku úrvalsdeildinni sem á að fara fram á sunnudaginn verði frestað.