Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:00 Henry Birgir Gunnarsson, Hannes S. Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við Pallborðið í gær. Vísir/Vilhelm Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes. Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira
Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes.
Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Sjá meira