Borgin þurfi að fara í megrun Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 8. desember 2021 21:26 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði áætlunina vera áframhaldandi sóknaráætlun þar sem krafti borgarinnar yrði áfram beitt til að halda uppi háu fjárfestingarstigi, áframhaldandi metnaði fyrir mikilvægum verkefnum og góðri þjónustu. Að sögn Eyþórs er þó von á stanslausri skuldsetningu allt næsta kjörtímabil ef áætlunin nær fram að ganga. Áætlun meirihlutans geri ráð fyrir að skuldir vaxi um 50 milljarða og þær verði jafnvel enn meiri. Hann vill nú að borgarstjórn líti til þess sem máli skipti í stað þess að fara sífellt í ný verkefni. Þetta þurfi að hafa í huga fyrir sveitarstjórnakosningar á næsta ári. „Það er núna verið að taka lán upp á tvo milljarða á hverjum mánuði og ekkert verið að hagræða, þannig við lögðum til að Reykjavíkurborg færi út úr þessum rekstri sem ekki er hefðbundin rekstur borgarinnar, eins og malbikunarstöð og fjarskiptaréttur og annað, en það var fellt þannig að nú stendur til að halda áfram að láta báknið vaxa,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Eigi ekki að fara út fyrir verksvið sitt „Við sáum að það vantar síðan margt inn í áætlunina, til dæmis er búið að dæma Orkuveituna til að borga Glitni nokkra milljarða, og það verður væntanlega að borga það fyrst það er búið að dæma. Síðan eru fleiri atriði sem ég held að séu vantalin þannig þetta verður meira ef ekkert verður að gert,“ bætir Eyþór við. Hann segir að sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á næsta ári muni meðal annars snúast um það hvort halda eigi áfram á sömu braut. „Að láta báknið vaxa og að fjárfesta í malbikunarstöð í Hafnarfirði, eða að fara í að einblína á það sem máli skiptir, skólana og skipulagsmálin.“ Eyþór kallar í því samhengi eftir að borgin hugi betur að grunnþjónustu sinni, eyði biðlistum eftir leikskólaplássum og hafi skipulagsmálin í lagi, í stað þess að fara „langt út fyrir verksvið sitt í einhverjum nýjum verkefnum.“ „Fara bara aftur í það að horfa á það sem máli skiptir fyrir fólkið í borginni og fjölskyldunnar.“ „Þetta er eins og megrun, borgin þarf bara að fara í megrun og síðan fara í ræktina og sinna sínum málum vel,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00 Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar. 8. desember 2021 06:00
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54