Kvöldið og nóttin fjölbreytt og annasöm hjá lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 06:51 Það sem að neðan er talið er aðeins hluti þeirra verkefna sem lögregla sinnti í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda fjölbreyttra mála í gærkvöldi og nótt og fór meðal annars í tvær húsleitir vegna fíkniefna. Þá fór hún tvívegis í útkall vegna hávaðakvartana og aðstoðaði vegna slysa og umferðaróhappa. Fyrir kvöldmat var lögregla kölluð til vegna tveggja manna sem höfðu verið með ítrekað ónæði í póstnúmerinu 104 sökum ölvunar. Var þeim vísað á brott. Klukkustund síðar barst tilkynning um menn í annarlegu ástandi við verslunarmiðstöð en þeir reyndust farnir á brott þegar lögreglu bar að garði. Var líklega um sömu menn að ræða. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um þjófnað í verslun en við leit komu fíkniefni í ljós. Skömmu síðar var annar einstaklingur handtekinn vegna gruns um vörslu fíkniefna. Farið var í húsleit í kjölfarið þar sem meiri fíkniefni fundust. Rétt fyrir klukkan 20 var tilkynnt um par með ógnandi hegðun en það var farið á brott þegar lögreglu bar að. Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manna sem voru sagðir hafa sett brunaviðvörunarkerfi í gang með kannabisreykingum í bílakjallara en þeir reyndust sömuleiðis farnir sína leið þegar lögregla mætti á staðinn. Rétt fyrir klukkan 21 rannsakaði lögregla sölu og dreifingu fíkniefna. Húsleit var framkvæmd og málið er í rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig meinta líkamsárás og vopnalagabrot en barnavernd og foreldrar voru viðstaddir þar sem þeir sem áttu aðild að málinu voru ekki orðnir 18 ára. Í nótt barst lögreglu svo tilkynning um menn sem voru að hringja dyrabjöllum og vekja fólk. Voru þeir farnir þegar lögregu bar að. Þá gaf einn sig fram á lögreglustöð til að tilkynna líkamsárás og hótanir. Málið er í rannsókn. Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fyrir kvöldmat var lögregla kölluð til vegna tveggja manna sem höfðu verið með ítrekað ónæði í póstnúmerinu 104 sökum ölvunar. Var þeim vísað á brott. Klukkustund síðar barst tilkynning um menn í annarlegu ástandi við verslunarmiðstöð en þeir reyndust farnir á brott þegar lögreglu bar að garði. Var líklega um sömu menn að ræða. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um þjófnað í verslun en við leit komu fíkniefni í ljós. Skömmu síðar var annar einstaklingur handtekinn vegna gruns um vörslu fíkniefna. Farið var í húsleit í kjölfarið þar sem meiri fíkniefni fundust. Rétt fyrir klukkan 20 var tilkynnt um par með ógnandi hegðun en það var farið á brott þegar lögreglu bar að. Þá var óskað aðstoðar lögreglu vegna manna sem voru sagðir hafa sett brunaviðvörunarkerfi í gang með kannabisreykingum í bílakjallara en þeir reyndust sömuleiðis farnir sína leið þegar lögregla mætti á staðinn. Rétt fyrir klukkan 21 rannsakaði lögregla sölu og dreifingu fíkniefna. Húsleit var framkvæmd og málið er í rannsókn. Lögregla rannsakaði einnig meinta líkamsárás og vopnalagabrot en barnavernd og foreldrar voru viðstaddir þar sem þeir sem áttu aðild að málinu voru ekki orðnir 18 ára. Í nótt barst lögreglu svo tilkynning um menn sem voru að hringja dyrabjöllum og vekja fólk. Voru þeir farnir þegar lögregu bar að. Þá gaf einn sig fram á lögreglustöð til að tilkynna líkamsárás og hótanir. Málið er í rannsókn.
Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira