Hart tekist á um fjölgun opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 5. desember 2021 22:55 Þeim Sonju Þorbjörnsdóttur, til vinstri, og Ásdísi Kristjánsdóttur var mikið niðri fyrir á Sprengisandi í morgun. Skjáskot Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun. Samtök Atvinnulífsins gáfu út skýrslu á dögunum þar sem farið er fram á skýringu á fjölgun opinberra starfa. Það hafi ekki verið gert til að kasta rýrð á opinber störf að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra SA. Allir séu sammála um mikilvægi opinberra starfa og þeirra sem þeim gegna. „Við erum einfaldlega að varpa ljósi á þá staðreynd að það hefur átt sér stað gríðarleg fjölgun í störfum á vegum hins opinbera á sama tíma og störfum á almenna vinnumarkaðnum hefur verið að fækka. þetta er ekki þróun sem við getum rekið til heimsfaraldursins eins sér vegna þess að þetta er þróun sem hefur líka vera viðgangast á undanförnum árum. Ef ég set þetta í tölulegt samhengi, við horfum frá árinu 2017 þá hefur opinberum störfum fjölgað um níu þúsund. Á sama tíma hefur störfum á almennum vinnumarkaði fækkaði um átta þúsund. Þetta eru engar smá tölur og þetta snýst ekki um virði starfa eða að gera upp á milli starfa. Þetta snýst um hlutfallslega fjölgun á milli markanna, segir hún. Þróunin sé viðsjárverð „Við erum að óska eftir skýringum hvað liggur á bak við þessari fjölgun en vel að merkja, það er til fólk sem trúir því að það sé hægt að draga úr atvinnuleysi með því að fjölga opinberum störfum. En við trúum því ekki og þessi þróun sem verið hefur á undanförnum árum, þessi gríðarlega fjölgun og það að hið opinbera alltaf að draga meira til sín landsframleiðslunni, verðmætasköpun þjóðarbúsins, leiðir óumflýjanlega til þess að skattar muni hækka og mun óumflýjanlega líka leiða til þess að þetta takmarkað rými einkaaðila til vaxtar og það er í raun ástæðan fyrir því að við hjá Samtökum atvinnulífsins erum að stíga fram og benda á þessa þróun og óskum eftir skýringu vegna þess að við óttumst að þetta sé einfaldlega ekki til lengdar,“ segir hún. Samtök atvinnulífsins stundi áróður Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB gefur lítið fyrir þetta og kallar málflutninginn áróður. Hlutföll á vinnumarkaði hafi nánast staðið í stað ef tekið er mið af fólksfjölda „Við getum auðvitað sé býsna margt í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar og ef við förum aftur til 2008 í því að þá sjáum við ef við berum saman við fólksfjölgun og líka af því að það er fjölgun þeirra sem taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa tölurnar nánast staðið í stað. Þetta gerist bæði eftir bankakreppna og núna, ef maður skoðar hlutfallið þá auðvitað snarýkist hlutfall opinberra starfsmanna á móti almennum vinnumarkaði vegna þess að atvinnuleysi er að aukast,“ segir hún. Fjölgun opinberra starfa síðustu tvö ár hafi verið bein afleiðing af faraldri kórónuveiru og atvinnusköpun stjórnvalda í kjölfarið. Fjölga mætti opinberum starfsmönnum enn frekar Þá segir hún fjölgun opinberra starfa eðlilega þróun. Til að mynda vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar þarfar á heilbrigðisstarfsfólki sem henni fylgir. Ásdís telur að hægt sé að mæta vandanum án þess að fjölga opinberum starfsmönnum. „Í grunninn þá er ekki þannig að okkar fólk finni að það sé einhver aukinn stuðningur heldur þvert á móti. Fólk er einfaldlega að hlaupa hraðar og við höfum auðvitað áhyggjur af því að það muni leiða til neikvæðra langtíma afleiðingar á heilsu þeirra sem bera velferðina uppi akkúrat núna,“ segir Sonja. „Ertu að segja mér að það sé þitt mat að opinberir starfsmenn séu ekki nógu margir?“ spyr Kristján Kristjánsson, að því er virðist furðu sleginn. „Já, í grunninn miðað við þetta út frá ástandi hverju sinni. Annars verð ég lík að að segja, þetta er ekki einhver svona miðlæg tala sem þú getur dregið úr hatti. Það þarf auðvitað að meta aðstæður hverju sinni og við vitum líka að þjóðin er að eldast og það þýðir aukin heilbrigðisþjónusta, þýðir aukin þjónusta og svo framvegis. Þannig að til framtíðar mun auðvitað störfunum fjölgar,“ svarar Sonja. „Þess þá heldur er mikilvægt að forgangsraða í ríkisrekstri þannig að við munum sannarlega geta staðið undir þeirri þjónustu,“ segir Ásdís. Fjörugar umræður sköpuðust á Sprengisandi í morgun og horfa má á þær í spilaranum hér að neðan. Vinnumarkaður Sprengisandur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Samtök Atvinnulífsins gáfu út skýrslu á dögunum þar sem farið er fram á skýringu á fjölgun opinberra starfa. Það hafi ekki verið gert til að kasta rýrð á opinber störf að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra SA. Allir séu sammála um mikilvægi opinberra starfa og þeirra sem þeim gegna. „Við erum einfaldlega að varpa ljósi á þá staðreynd að það hefur átt sér stað gríðarleg fjölgun í störfum á vegum hins opinbera á sama tíma og störfum á almenna vinnumarkaðnum hefur verið að fækka. þetta er ekki þróun sem við getum rekið til heimsfaraldursins eins sér vegna þess að þetta er þróun sem hefur líka vera viðgangast á undanförnum árum. Ef ég set þetta í tölulegt samhengi, við horfum frá árinu 2017 þá hefur opinberum störfum fjölgað um níu þúsund. Á sama tíma hefur störfum á almennum vinnumarkaði fækkaði um átta þúsund. Þetta eru engar smá tölur og þetta snýst ekki um virði starfa eða að gera upp á milli starfa. Þetta snýst um hlutfallslega fjölgun á milli markanna, segir hún. Þróunin sé viðsjárverð „Við erum að óska eftir skýringum hvað liggur á bak við þessari fjölgun en vel að merkja, það er til fólk sem trúir því að það sé hægt að draga úr atvinnuleysi með því að fjölga opinberum störfum. En við trúum því ekki og þessi þróun sem verið hefur á undanförnum árum, þessi gríðarlega fjölgun og það að hið opinbera alltaf að draga meira til sín landsframleiðslunni, verðmætasköpun þjóðarbúsins, leiðir óumflýjanlega til þess að skattar muni hækka og mun óumflýjanlega líka leiða til þess að þetta takmarkað rými einkaaðila til vaxtar og það er í raun ástæðan fyrir því að við hjá Samtökum atvinnulífsins erum að stíga fram og benda á þessa þróun og óskum eftir skýringu vegna þess að við óttumst að þetta sé einfaldlega ekki til lengdar,“ segir hún. Samtök atvinnulífsins stundi áróður Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB gefur lítið fyrir þetta og kallar málflutninginn áróður. Hlutföll á vinnumarkaði hafi nánast staðið í stað ef tekið er mið af fólksfjölda „Við getum auðvitað sé býsna margt í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar og ef við förum aftur til 2008 í því að þá sjáum við ef við berum saman við fólksfjölgun og líka af því að það er fjölgun þeirra sem taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa tölurnar nánast staðið í stað. Þetta gerist bæði eftir bankakreppna og núna, ef maður skoðar hlutfallið þá auðvitað snarýkist hlutfall opinberra starfsmanna á móti almennum vinnumarkaði vegna þess að atvinnuleysi er að aukast,“ segir hún. Fjölgun opinberra starfa síðustu tvö ár hafi verið bein afleiðing af faraldri kórónuveiru og atvinnusköpun stjórnvalda í kjölfarið. Fjölga mætti opinberum starfsmönnum enn frekar Þá segir hún fjölgun opinberra starfa eðlilega þróun. Til að mynda vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar þarfar á heilbrigðisstarfsfólki sem henni fylgir. Ásdís telur að hægt sé að mæta vandanum án þess að fjölga opinberum starfsmönnum. „Í grunninn þá er ekki þannig að okkar fólk finni að það sé einhver aukinn stuðningur heldur þvert á móti. Fólk er einfaldlega að hlaupa hraðar og við höfum auðvitað áhyggjur af því að það muni leiða til neikvæðra langtíma afleiðingar á heilsu þeirra sem bera velferðina uppi akkúrat núna,“ segir Sonja. „Ertu að segja mér að það sé þitt mat að opinberir starfsmenn séu ekki nógu margir?“ spyr Kristján Kristjánsson, að því er virðist furðu sleginn. „Já, í grunninn miðað við þetta út frá ástandi hverju sinni. Annars verð ég lík að að segja, þetta er ekki einhver svona miðlæg tala sem þú getur dregið úr hatti. Það þarf auðvitað að meta aðstæður hverju sinni og við vitum líka að þjóðin er að eldast og það þýðir aukin heilbrigðisþjónusta, þýðir aukin þjónusta og svo framvegis. Þannig að til framtíðar mun auðvitað störfunum fjölgar,“ svarar Sonja. „Þess þá heldur er mikilvægt að forgangsraða í ríkisrekstri þannig að við munum sannarlega geta staðið undir þeirri þjónustu,“ segir Ásdís. Fjörugar umræður sköpuðust á Sprengisandi í morgun og horfa má á þær í spilaranum hér að neðan.
Vinnumarkaður Sprengisandur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira