Hart tekist á um fjölgun opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 5. desember 2021 22:55 Þeim Sonju Þorbjörnsdóttur, til vinstri, og Ásdísi Kristjánsdóttur var mikið niðri fyrir á Sprengisandi í morgun. Skjáskot Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun. Samtök Atvinnulífsins gáfu út skýrslu á dögunum þar sem farið er fram á skýringu á fjölgun opinberra starfa. Það hafi ekki verið gert til að kasta rýrð á opinber störf að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra SA. Allir séu sammála um mikilvægi opinberra starfa og þeirra sem þeim gegna. „Við erum einfaldlega að varpa ljósi á þá staðreynd að það hefur átt sér stað gríðarleg fjölgun í störfum á vegum hins opinbera á sama tíma og störfum á almenna vinnumarkaðnum hefur verið að fækka. þetta er ekki þróun sem við getum rekið til heimsfaraldursins eins sér vegna þess að þetta er þróun sem hefur líka vera viðgangast á undanförnum árum. Ef ég set þetta í tölulegt samhengi, við horfum frá árinu 2017 þá hefur opinberum störfum fjölgað um níu þúsund. Á sama tíma hefur störfum á almennum vinnumarkaði fækkaði um átta þúsund. Þetta eru engar smá tölur og þetta snýst ekki um virði starfa eða að gera upp á milli starfa. Þetta snýst um hlutfallslega fjölgun á milli markanna, segir hún. Þróunin sé viðsjárverð „Við erum að óska eftir skýringum hvað liggur á bak við þessari fjölgun en vel að merkja, það er til fólk sem trúir því að það sé hægt að draga úr atvinnuleysi með því að fjölga opinberum störfum. En við trúum því ekki og þessi þróun sem verið hefur á undanförnum árum, þessi gríðarlega fjölgun og það að hið opinbera alltaf að draga meira til sín landsframleiðslunni, verðmætasköpun þjóðarbúsins, leiðir óumflýjanlega til þess að skattar muni hækka og mun óumflýjanlega líka leiða til þess að þetta takmarkað rými einkaaðila til vaxtar og það er í raun ástæðan fyrir því að við hjá Samtökum atvinnulífsins erum að stíga fram og benda á þessa þróun og óskum eftir skýringu vegna þess að við óttumst að þetta sé einfaldlega ekki til lengdar,“ segir hún. Samtök atvinnulífsins stundi áróður Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB gefur lítið fyrir þetta og kallar málflutninginn áróður. Hlutföll á vinnumarkaði hafi nánast staðið í stað ef tekið er mið af fólksfjölda „Við getum auðvitað sé býsna margt í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar og ef við förum aftur til 2008 í því að þá sjáum við ef við berum saman við fólksfjölgun og líka af því að það er fjölgun þeirra sem taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa tölurnar nánast staðið í stað. Þetta gerist bæði eftir bankakreppna og núna, ef maður skoðar hlutfallið þá auðvitað snarýkist hlutfall opinberra starfsmanna á móti almennum vinnumarkaði vegna þess að atvinnuleysi er að aukast,“ segir hún. Fjölgun opinberra starfa síðustu tvö ár hafi verið bein afleiðing af faraldri kórónuveiru og atvinnusköpun stjórnvalda í kjölfarið. Fjölga mætti opinberum starfsmönnum enn frekar Þá segir hún fjölgun opinberra starfa eðlilega þróun. Til að mynda vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar þarfar á heilbrigðisstarfsfólki sem henni fylgir. Ásdís telur að hægt sé að mæta vandanum án þess að fjölga opinberum starfsmönnum. „Í grunninn þá er ekki þannig að okkar fólk finni að það sé einhver aukinn stuðningur heldur þvert á móti. Fólk er einfaldlega að hlaupa hraðar og við höfum auðvitað áhyggjur af því að það muni leiða til neikvæðra langtíma afleiðingar á heilsu þeirra sem bera velferðina uppi akkúrat núna,“ segir Sonja. „Ertu að segja mér að það sé þitt mat að opinberir starfsmenn séu ekki nógu margir?“ spyr Kristján Kristjánsson, að því er virðist furðu sleginn. „Já, í grunninn miðað við þetta út frá ástandi hverju sinni. Annars verð ég lík að að segja, þetta er ekki einhver svona miðlæg tala sem þú getur dregið úr hatti. Það þarf auðvitað að meta aðstæður hverju sinni og við vitum líka að þjóðin er að eldast og það þýðir aukin heilbrigðisþjónusta, þýðir aukin þjónusta og svo framvegis. Þannig að til framtíðar mun auðvitað störfunum fjölgar,“ svarar Sonja. „Þess þá heldur er mikilvægt að forgangsraða í ríkisrekstri þannig að við munum sannarlega geta staðið undir þeirri þjónustu,“ segir Ásdís. Fjörugar umræður sköpuðust á Sprengisandi í morgun og horfa má á þær í spilaranum hér að neðan. Vinnumarkaður Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Samtök Atvinnulífsins gáfu út skýrslu á dögunum þar sem farið er fram á skýringu á fjölgun opinberra starfa. Það hafi ekki verið gert til að kasta rýrð á opinber störf að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra SA. Allir séu sammála um mikilvægi opinberra starfa og þeirra sem þeim gegna. „Við erum einfaldlega að varpa ljósi á þá staðreynd að það hefur átt sér stað gríðarleg fjölgun í störfum á vegum hins opinbera á sama tíma og störfum á almenna vinnumarkaðnum hefur verið að fækka. þetta er ekki þróun sem við getum rekið til heimsfaraldursins eins sér vegna þess að þetta er þróun sem hefur líka vera viðgangast á undanförnum árum. Ef ég set þetta í tölulegt samhengi, við horfum frá árinu 2017 þá hefur opinberum störfum fjölgað um níu þúsund. Á sama tíma hefur störfum á almennum vinnumarkaði fækkaði um átta þúsund. Þetta eru engar smá tölur og þetta snýst ekki um virði starfa eða að gera upp á milli starfa. Þetta snýst um hlutfallslega fjölgun á milli markanna, segir hún. Þróunin sé viðsjárverð „Við erum að óska eftir skýringum hvað liggur á bak við þessari fjölgun en vel að merkja, það er til fólk sem trúir því að það sé hægt að draga úr atvinnuleysi með því að fjölga opinberum störfum. En við trúum því ekki og þessi þróun sem verið hefur á undanförnum árum, þessi gríðarlega fjölgun og það að hið opinbera alltaf að draga meira til sín landsframleiðslunni, verðmætasköpun þjóðarbúsins, leiðir óumflýjanlega til þess að skattar muni hækka og mun óumflýjanlega líka leiða til þess að þetta takmarkað rými einkaaðila til vaxtar og það er í raun ástæðan fyrir því að við hjá Samtökum atvinnulífsins erum að stíga fram og benda á þessa þróun og óskum eftir skýringu vegna þess að við óttumst að þetta sé einfaldlega ekki til lengdar,“ segir hún. Samtök atvinnulífsins stundi áróður Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB gefur lítið fyrir þetta og kallar málflutninginn áróður. Hlutföll á vinnumarkaði hafi nánast staðið í stað ef tekið er mið af fólksfjölda „Við getum auðvitað sé býsna margt í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar og ef við förum aftur til 2008 í því að þá sjáum við ef við berum saman við fólksfjölgun og líka af því að það er fjölgun þeirra sem taka þátt á vinnumarkaði. Þá hafa tölurnar nánast staðið í stað. Þetta gerist bæði eftir bankakreppna og núna, ef maður skoðar hlutfallið þá auðvitað snarýkist hlutfall opinberra starfsmanna á móti almennum vinnumarkaði vegna þess að atvinnuleysi er að aukast,“ segir hún. Fjölgun opinberra starfa síðustu tvö ár hafi verið bein afleiðing af faraldri kórónuveiru og atvinnusköpun stjórnvalda í kjölfarið. Fjölga mætti opinberum starfsmönnum enn frekar Þá segir hún fjölgun opinberra starfa eðlilega þróun. Til að mynda vegna öldrunar þjóðarinnar og aukinnar þarfar á heilbrigðisstarfsfólki sem henni fylgir. Ásdís telur að hægt sé að mæta vandanum án þess að fjölga opinberum starfsmönnum. „Í grunninn þá er ekki þannig að okkar fólk finni að það sé einhver aukinn stuðningur heldur þvert á móti. Fólk er einfaldlega að hlaupa hraðar og við höfum auðvitað áhyggjur af því að það muni leiða til neikvæðra langtíma afleiðingar á heilsu þeirra sem bera velferðina uppi akkúrat núna,“ segir Sonja. „Ertu að segja mér að það sé þitt mat að opinberir starfsmenn séu ekki nógu margir?“ spyr Kristján Kristjánsson, að því er virðist furðu sleginn. „Já, í grunninn miðað við þetta út frá ástandi hverju sinni. Annars verð ég lík að að segja, þetta er ekki einhver svona miðlæg tala sem þú getur dregið úr hatti. Það þarf auðvitað að meta aðstæður hverju sinni og við vitum líka að þjóðin er að eldast og það þýðir aukin heilbrigðisþjónusta, þýðir aukin þjónusta og svo framvegis. Þannig að til framtíðar mun auðvitað störfunum fjölgar,“ svarar Sonja. „Þess þá heldur er mikilvægt að forgangsraða í ríkisrekstri þannig að við munum sannarlega geta staðið undir þeirri þjónustu,“ segir Ásdís. Fjörugar umræður sköpuðust á Sprengisandi í morgun og horfa má á þær í spilaranum hér að neðan.
Vinnumarkaður Sprengisandur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira