Krúsi sló í gegn: „Fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 21:15 Markús Pálsson kann að spila á salinn. stefán þór friðriksson Fáir hafa eflaust notið þess meira að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum en Markús Pálsson í blönduðu liði Íslands í unglingaflokki. Íslenska liðið fékk brons og Markús var hinn kátasti með afraksturinn. „Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum. EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
„Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum.
EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti