„Ég var eins og lítill krakki“ Atli Arason skrifar 3. desember 2021 21:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í leik með liðinu tímabilið 2015-2016. vísir/anton Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. „Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
„Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira